Vantrauststillagan sýni að skipan dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hæfnisnefndar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. mars 2018 18:13 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar á hendur sér sýni að valdið til að skipa dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri hæfnisnefnd. Hæfnisnefndir verði ekki dregnir til ábyrgðar. Þetta kom fram í ræðu Sigríðar á Alþingi nú fyrir skömmu þar sem fram fer umræða um vantrauststillögu tveggja stjórnarandstöðuflokkanna. Sigríður sagðist jafnframt hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt og við það heyrðust mótmæli úr þingsal. „Lagaákvæðið sem fjallar um skipun dómara við Landsrétt í fyrsta sinn eru ekki mörg en þau eru alveg skýr. Hæfnisnefnd gerir tillögur um dómaraefni til ráðherra. Ráðherra getur vikið frá þeirri tillögu hafi hann uppi málefnaleg sjónarmið sem standi til þess. Ráðherra leggur svo tillögu sína fyrir Alþingi sem annaðhvort samþykkir eða synjar tillögunum,“ sagði Sigríður.Ákall um jöfn kynjahlutföll Hún sagði að mikið ákall hefði verið í þinginu um að Landsréttur yrði skipaður konum og körlum jafnt. Það hafi komið fram í ræðum og skrifum þingmanna og einnig í samtölum hennar við forystumenn flokkanna. „Ég mat það svo sjálf að dómarareynslu hefði ekki verið gefið nægt vægi af hálfu hæfnisnefndar og því var tillaga mín frábrugðin tillögu dómnefndar að því leyti að níu reyndir héraðsdómarar bættust við hóp þeirra sem hæfnisnefndin hafði metið sem hæfasta.“ Þannig hafi tillaga hennar til alþingis verið frábrugðin tillögu hæfnisnefndar um fjóra einstaklinga. „Við þessar breytingar jafnaðist hlutur karla og kvenna í Landsrétti og mér segist svo hugur að aldrei áður hafi jafn mikilvæg stofnun verið sett á laggirnar hér á landi, í lýðveldissögunni, með jöfnum hlut beggja kynja,“ sagði Sigríður. „En virðulegi forseti. Ég biðst forláts á því að það hafi gerst á minni vakt og án þess að ég hafi sérstaklega vísað til kynjakvóta eða kynjasjónarmiða við þessa skipan. Þetta gerðist einfaldlega vegna þess að ég sá engin málefnaleg rök fyrir því að teljasitjandi skipaða dómara, með áratuga dómarareynslu, ekki jafn hæfa og þá fimmtán sem dómnefndin taldi að kæmu bara til greina.“Taldi sig hafa rannsakað málið nægilega Sigríður benti á að niðurstaða Hæstaréttar í málinu hafi verið byggð á rannsóknarreglunni, um að mál skuli nægjanlega upplýst áður en ákvörðun eru teknar í þeim. Benti hún á að reglan sé einstaklega umdeild í dómaframkvæmd. „Skipan fimmtán dómara í einu lagi er fordæmalaus og verður trúlega einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Við þingheim vil ég þess vegna segja þetta: Ég innti af hendi viðamikla rannsókn á umsóknum umsækjenda um embætti við landsrétt. Umsögn dómnefndar, andmælum umsækjenda og vægi og stigagjöf dómnefndar og vinnubragða hennar almennt fyrr og nú. Ég vó einnig sjónarmið ráðgjafa minna, innan stjórnarráðsins en einnig utan þess og öll lög og reglur sem málið varðaði og lögskýringargögn og síðast en ekki síst sjónarmið alþingismanna og formanns dómnefndar. Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægilega áður en ég tók ákvörðun um að leggja til við Alþingi tillögur um aðra umsækjendur en nefndin. Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægilega. Ég frábið mér algjörlega allan málflutning hér innandyra í þessum sal að ég hafi af ásetningi ætlað að valda dómstólunum einhvern skaða. Ætlað að skerða tiltrú almennings á réttarkerfinu eða dómstólum með þessum hætti. Ég frábið mér slíkan málflutning algerlega.“Þingmenn virði að hún greiði atkvæði gegn tillögunni Sigríður sagði jafnframt að ef menn telji dóm Hæstaréttar tilefni til afsagnar hennar eða vantrausts Alþingis á henni þá væri á ferðinni einhverskonar misskilningur á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Ráðherra hefur ekki síðasta orði um túlkun á lagareglum þegar hann tekur sínar ákvarðanir. Þegar um matskenndar reglur er að ræða og ágreiningur er um túlkun þeirra þá kemur auðvitað fyrir að niðurstaða stjórnvalds sé borin undir dómstóla. Þá eru það dómstólar sem hafa lokaorð. Þetta á ekki síst við um matskenndar reglurstjórnsýsluréttarins og jafn eðlilegt er þá að stundum dæmi dómstólar stjórnvaldi að ráðherra, sveitarfélagið eða ríkisstofnunum í óhag. Dómstólar sjálfir eru stundum ósammála. Dómum héraðsdóms er snúið við í Hæstarétti.“ Benti hún á að í nýútkomu bréfi boðar Umboðsmaður Alþingis frumkvæðisskoðun á störfum hæfnisnenfdar og að nefndin sjálf hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri eðlilegt að hlutlægt mat væri lagt á alla umsækjendur. „Virðulegur forseti, það er auðvitað ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þessi vantrauststillaga sýnir nefnilega að valdið til að skipa dómara á að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri stjórnsýslunefnd. Hæfnisnefndir verða nefnilega aldrei dregnar til ábyrgðar. Ráðherrann er hægt að draga til ábyrgðar eins og flutningsmenn hér reyna nú að gera með þessum hætti. Ég vil biðja þingheim allan um að virða mér það til vorkunnar að ég mun ekki greiða atkvæði með þessari tillögu.“ Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi Umræða um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefst klukkan 16:30 í dag. 6. mars 2018 16:00 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að vantrauststillaga Pírata og Samfylkingarinnar á hendur sér sýni að valdið til að skipa dómara eigi að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri hæfnisnefnd. Hæfnisnefndir verði ekki dregnir til ábyrgðar. Þetta kom fram í ræðu Sigríðar á Alþingi nú fyrir skömmu þar sem fram fer umræða um vantrauststillögu tveggja stjórnarandstöðuflokkanna. Sigríður sagðist jafnframt hafa fylgt lagabókstafnum í einu og öllu við skipan dómara við Landsrétt og við það heyrðust mótmæli úr þingsal. „Lagaákvæðið sem fjallar um skipun dómara við Landsrétt í fyrsta sinn eru ekki mörg en þau eru alveg skýr. Hæfnisnefnd gerir tillögur um dómaraefni til ráðherra. Ráðherra getur vikið frá þeirri tillögu hafi hann uppi málefnaleg sjónarmið sem standi til þess. Ráðherra leggur svo tillögu sína fyrir Alþingi sem annaðhvort samþykkir eða synjar tillögunum,“ sagði Sigríður.Ákall um jöfn kynjahlutföll Hún sagði að mikið ákall hefði verið í þinginu um að Landsréttur yrði skipaður konum og körlum jafnt. Það hafi komið fram í ræðum og skrifum þingmanna og einnig í samtölum hennar við forystumenn flokkanna. „Ég mat það svo sjálf að dómarareynslu hefði ekki verið gefið nægt vægi af hálfu hæfnisnefndar og því var tillaga mín frábrugðin tillögu dómnefndar að því leyti að níu reyndir héraðsdómarar bættust við hóp þeirra sem hæfnisnefndin hafði metið sem hæfasta.“ Þannig hafi tillaga hennar til alþingis verið frábrugðin tillögu hæfnisnefndar um fjóra einstaklinga. „Við þessar breytingar jafnaðist hlutur karla og kvenna í Landsrétti og mér segist svo hugur að aldrei áður hafi jafn mikilvæg stofnun verið sett á laggirnar hér á landi, í lýðveldissögunni, með jöfnum hlut beggja kynja,“ sagði Sigríður. „En virðulegi forseti. Ég biðst forláts á því að það hafi gerst á minni vakt og án þess að ég hafi sérstaklega vísað til kynjakvóta eða kynjasjónarmiða við þessa skipan. Þetta gerðist einfaldlega vegna þess að ég sá engin málefnaleg rök fyrir því að teljasitjandi skipaða dómara, með áratuga dómarareynslu, ekki jafn hæfa og þá fimmtán sem dómnefndin taldi að kæmu bara til greina.“Taldi sig hafa rannsakað málið nægilega Sigríður benti á að niðurstaða Hæstaréttar í málinu hafi verið byggð á rannsóknarreglunni, um að mál skuli nægjanlega upplýst áður en ákvörðun eru teknar í þeim. Benti hún á að reglan sé einstaklega umdeild í dómaframkvæmd. „Skipan fimmtán dómara í einu lagi er fordæmalaus og verður trúlega einsdæmi í íslenskri réttarsögu. Við þingheim vil ég þess vegna segja þetta: Ég innti af hendi viðamikla rannsókn á umsóknum umsækjenda um embætti við landsrétt. Umsögn dómnefndar, andmælum umsækjenda og vægi og stigagjöf dómnefndar og vinnubragða hennar almennt fyrr og nú. Ég vó einnig sjónarmið ráðgjafa minna, innan stjórnarráðsins en einnig utan þess og öll lög og reglur sem málið varðaði og lögskýringargögn og síðast en ekki síst sjónarmið alþingismanna og formanns dómnefndar. Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægilega áður en ég tók ákvörðun um að leggja til við Alþingi tillögur um aðra umsækjendur en nefndin. Ég taldi mig hafa rannsakað málið nægilega. Ég frábið mér algjörlega allan málflutning hér innandyra í þessum sal að ég hafi af ásetningi ætlað að valda dómstólunum einhvern skaða. Ætlað að skerða tiltrú almennings á réttarkerfinu eða dómstólum með þessum hætti. Ég frábið mér slíkan málflutning algerlega.“Þingmenn virði að hún greiði atkvæði gegn tillögunni Sigríður sagði jafnframt að ef menn telji dóm Hæstaréttar tilefni til afsagnar hennar eða vantrausts Alþingis á henni þá væri á ferðinni einhverskonar misskilningur á þrískiptingu ríkisvaldsins. „Ráðherra hefur ekki síðasta orði um túlkun á lagareglum þegar hann tekur sínar ákvarðanir. Þegar um matskenndar reglur er að ræða og ágreiningur er um túlkun þeirra þá kemur auðvitað fyrir að niðurstaða stjórnvalds sé borin undir dómstóla. Þá eru það dómstólar sem hafa lokaorð. Þetta á ekki síst við um matskenndar reglurstjórnsýsluréttarins og jafn eðlilegt er þá að stundum dæmi dómstólar stjórnvaldi að ráðherra, sveitarfélagið eða ríkisstofnunum í óhag. Dómstólar sjálfir eru stundum ósammála. Dómum héraðsdóms er snúið við í Hæstarétti.“ Benti hún á að í nýútkomu bréfi boðar Umboðsmaður Alþingis frumkvæðisskoðun á störfum hæfnisnenfdar og að nefndin sjálf hafi komist að þeirri niðurstöðu að ekki væri eðlilegt að hlutlægt mat væri lagt á alla umsækjendur. „Virðulegur forseti, það er auðvitað ekki svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Þessi vantrauststillaga sýnir nefnilega að valdið til að skipa dómara á að vera í höndum ráðherra en ekki hjá andlitslausri stjórnsýslunefnd. Hæfnisnefndir verða nefnilega aldrei dregnar til ábyrgðar. Ráðherrann er hægt að draga til ábyrgðar eins og flutningsmenn hér reyna nú að gera með þessum hætti. Ég vil biðja þingheim allan um að virða mér það til vorkunnar að ég mun ekki greiða atkvæði með þessari tillögu.“
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi Umræða um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefst klukkan 16:30 í dag. 6. mars 2018 16:00 Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15 Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14 Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bein útsending: Vantraust á dómsmálaráðherra rætt á Alþingi Umræða um þingsályktunartillögu Samfylkingarinnar og Pírata um vantraust á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, hefst klukkan 16:30 í dag. 6. mars 2018 16:00
Brýnt að skera úr um stuðning við dómsmálaráðherra að mati Loga Forseti Alþingis fundar með þingflokksformönnum klukkan eitt þar sem væntanlega verður ákveðið hvenær vantrauststillaga Samfylkingarinnar og Píratafer fram og með hvaða hætti umræðan verður. 6. mars 2018 12:15
Telur að hún hafi stuðning þingsins Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segist ávallt fagna því að geta rætt sín störf en Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram vantrauststillögu á ráðherrann vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 11:14
Hafa lagt fram tillögu um vantraust á dómsmálaráðherra Samfylkingin og Píratar hafa lagt fram tillögu um vantraust á Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra, vegna Landsréttarmálsins. 6. mars 2018 08:26