McCaffrey, sem er hlaupari hjá Carolina Panthers, var með vinum sínum í léttri fjallgöngu er þeir sáu eldri mann hrasa og detta niður úr talsverði hæð.
„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt í lífinu og hljóðið þegar hann lenti var skelfilegt,“ sagði McCaffrey en hann var fljótur á vettang ásamt félögum sínum.
Hlauparinn hringdi í neyðarlínuna á meðan aðrir vinir hans gerðu að sárum hins 72 ára gamla Dan Smoker. Smoker var mjög alvarlega slasaður og fór í hjartastopp á meðan beðið var eftir aðstoð. McCaffrey og félagar náðu að hnoða hjartað aftur í gang.
Er Smoker komst á sjúkrahús leiddu rannsóknir í ljós mörg beinbrot, innvortis blæðingar sem og heilablæðingu. Hann var mjög hætt kominn en er loksins orðinn stöðugur.
McCaffrey og vinir hans kíktu svo á Smoker-fjölskylduna á sjúkrahúsinu í gær og var vel fagnað eins og sést hér að neðan.
Michael Mann, @run__cmc and @notoriousmax25 are great football players, but even better humans. Yesterday, they helped save my dads life after he fell off of Castle Rock. They comforted my son when he was alone. Then showed up at the hospital to check in. @AdamSchefter@espnpic.twitter.com/MVAdbr2gYV
— Dan Smoker (@dsmokexu) March 4, 2018