Eigendur bera kennsl á þýfi og meintir þjófar áfram í haldi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. mars 2018 07:00 Einkennandi hefur verið að þjófarnir brjótast inn baka til. Vísir/Pjetur „Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Það er herjað á okkur, virðist vera,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu. Fjórir menn hafa verið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að tengjast innbrotunum. Tveir menn voru í fyrradag úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald í fyrradag og til stóð að framlengja varðhald annarra tveggja í gær. Annar af fyrri tveimur er kominn í umsjón barnaverndaryfirvalda. Tveir úr þessum hópi eru ekki búsettir á Íslandi. „Þetta eru erlendir aðilar að hluta til,“ segir Skúli. Meðal þess sem tilheyri rannsókninni sé að afla upplýsinga um þessa menn erlendis frá. Lögreglan lagði hald á talsvert af munum úr fórum mannanna sem Skúli segir að svari til lýsinga úr nýlegum innbrotum. „Hluti af vinnunni núna er að bera kennsl á þessa hluti,“ segir hann og bendir á að tilkynnt hafi verið um innbrot á 64 stöðum. Nokkuð snúið getur verið að finna rétta eigendur að hverjum hlut. „Við finnum þetta ekki á vettvangi í Ziplock-pokum merkta húsunum. Það er búið að hræra öllu saman,“ útskýrir Skúli. Teknar séu myndir af þýfinu og haft samband við fólk. „Þekkir það sína muni eða ekki? Þetta er mikil vinna en það er ekki þannig að við séum með einhverja tugi kílóa af skartgripum – þetta er ekki meiriháttar flækja.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45 Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15 Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þjófarnir sækjast eftir skartgripum: „Virðast vita hvar Íslendingar geyma þetta“ Tuttugu og sex innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í febrúar, flest í Garðabæ, Grafavogi og Kópavogi. 5. mars 2018 18:45
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna innbrotahrinu Karlmaður var í dag úrskurðaður í tveggja vikna áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 6. mars 2018 17:15
Grunur um að þjófar hafi verið sendir gegn vilja sínum hingað til lands af glæpahópum Alls hefur lögreglan 60 innbrot á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði. 4. mars 2018 19:19