Nú segist Till vilja berjast við Dos Anjos í Brasilíu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2018 12:00 Till er hér að þjarma að Cowboy Cerrone. vísir/getty Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum. MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Englendingurinn Darren Till er augljóslega ekki með það efst á óskalistanum sínum að berjast við Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagst hafa áhuga á að berjast við okkar mann. Till gat ekki barist við Gunnar í London í þessum mánuði vegna meiðsla en er búinn að ná sér og farinn að æfa af fullum krafti. Því var rætt um að setja á bardaga hjá honum gegn Gunnari í lok maí. Þá er líklega bardagakvöld í Dublin. Till sagði að Gunnar kæmi vel til greina sem andstæðingur en hann hefur samt lengi verið með Stehpen „Wonderboy“ Thompson efstan á sínum óskalista. Nú hefur Till boðist til þess að mæta Brasilíumanninum Rafael dos Anjos á UFC 224 sem fer fram þann 12. maí í Rio de Janeiro. Till kann vel við sig í Brasilíu eftir að hafa búið þar lengi og þar á hann líka dóttur. „Það væri skemmtilegt. Hann er vinsæll þarna og ég bjó í Brasilíu, á aðdáendur þar og tala tungumálið. Ég held að sá bardagi myndi selja vel ef hann er tilbúinn. Ég veit að hann er að bíða eftir Tyron Woodley en það lítur ekki út fyrir að Woodley ætli að berjast aftur,“ sagði Till. Ef Brasilía gengur ekki upp er Till spenntur fyrir því að sýna sig í Bandaríkjunum. Þá í bardaga gegn Thompson, Kamaru Usman eða augnapotaranum Santiago Ponzinibbio. Bardagi gegn Gunnari í Dublin er því augljóslega ekki efstur á óskalistanum.
MMA Tengdar fréttir Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30 Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00 Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Sjá meira
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25
Gunnar: Menn eru tregir til þess að berjast Líkurnar á því að Gunnar Nelson fái bardaga á UFC-kvöldinu í London þann 17. mars næstkomandi eru hverfandi og það verður því líklega enn lengri bið eftir því að hann stígi aftur inn í búrið. 1. febrúar 2018 19:30
Till vill dansa við Gunnar í Dublin Það lítur út fyrir að UFC ætli að vera með bardagakvöld í Dublin þann 27. maí næstkomandi og Darren Till segist vera til í að berjast við Gunnar Nelson á því kvöldi. 26. febrúar 2018 15:00
Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. 25. febrúar 2018 12:45