Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. mars 2018 18:31 Kolbrún Halldórsdóttir og Halla Gunnarsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. Vísir/Stefán/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. Halla sem ráðgjafi forsætisráðherra og Kolbrún sem verkefnastjóri í tengslum við hátíðahöld 1. desember 2018 vegna 100 ára fullveldis Íslands. Halla Gunnarsdóttir mun leiða starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að meginhlutverk hópsins sé að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi. Halla starfaði sem aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra á árunum 2009-2013. Þar leiddi hún meðal annars samráð um meðferð nauðgunarmála og hafði frumkvæði að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá breska Kvennalistanum (The Women’s Equality Party) þar sem hún leiddi stefnumótun samtakanna. Þá starfaði Halla á alþjóðlegri lögmannsstofu í Lundúnum, McAllister-Olivarius, sem sérhæfir sig í málum sem lúta að kynbundinni áreitni á vinnustöðum, innan menntastofnana og á Internetinu. Kolbrún Halldórsdóttir var þingmaður Vinstri grænna á árunum 1999-2009. Þar starfaði hún í mennta- og menningarmálanefnd, umhverfisnefnd og allsherjarnefnd. Hún var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrri hluta árs 2009. Síðustu átta ár hefur Kolbrún gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna. Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. Halla sem ráðgjafi forsætisráðherra og Kolbrún sem verkefnastjóri í tengslum við hátíðahöld 1. desember 2018 vegna 100 ára fullveldis Íslands. Halla Gunnarsdóttir mun leiða starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að meginhlutverk hópsins sé að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns ofbeldi. Halla starfaði sem aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra og heilbrigðisráðherra á árunum 2009-2013. Þar leiddi hún meðal annars samráð um meðferð nauðgunarmála og hafði frumkvæði að vitundarvakningu um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi. Hún starfaði áður sem skrifstofustjóri hjá breska Kvennalistanum (The Women’s Equality Party) þar sem hún leiddi stefnumótun samtakanna. Þá starfaði Halla á alþjóðlegri lögmannsstofu í Lundúnum, McAllister-Olivarius, sem sérhæfir sig í málum sem lúta að kynbundinni áreitni á vinnustöðum, innan menntastofnana og á Internetinu. Kolbrún Halldórsdóttir var þingmaður Vinstri grænna á árunum 1999-2009. Þar starfaði hún í mennta- og menningarmálanefnd, umhverfisnefnd og allsherjarnefnd. Hún var umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlanda í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrri hluta árs 2009. Síðustu átta ár hefur Kolbrún gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna.
Vistaskipti Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira