Martin var með byssu, hníf og exi í bílnum er hann fannst Henry Birgir Gunnarsson skrifar 9. mars 2018 12:00 Martin er hann var hjá Dolphins. vísir/getty Fyrrum NFL-leikmaðurinn Jonathan Martin var handtekinn á dögunum er grunur lék á að hann ætlaði að mæta í gamla skólann sinn og hefja þar skothríð. Martin hafði þá sett óhuggulega mynd á Instagram. Myndin var af byssu á rúmi. Svo merkti hann gamla skólann sinn, Miami Dolphins, tvo fyrrum liðsfélaga hjá Dolphins og tvo fyrrum skólafélaga inn á myndina. Skólanum var umsvifalaust lokað á meðan ekki var vitað um ferðir Martin. Lögreglan fann hann á endanum og í bílnum var hann með hlaðna byssu, hníf og exi. Önnur byssa fannst heima hjá foreldrum hans. Lögreglan fór með Martin á geðdeildina. Unnusta hans tjáði lögreglu að hann hefði mikið talað um sjálfsmorð síðustu mánuði og væri byrjaður að skrifa á veggina heima hjá sér. Martin hefur verið fórnarlamb eineltis síðan hann var í gagnfræðaskóla. Einstaklingarnir sem hann merkti inn á Instagram-myndina hafa allir lagt hann í einelti. Martin var valinn af Dolphins í nýliðavalinu árið 2012. Hann var þar í tvö ár. Seinna árið sakaði hann liðsfélaga sína um einelti og einn þeirra var settur í átta leikja bann fyrir einelti og rekinn frá félaginu. Martin yfirgaf herbúðir Dolphins engu að síður og fór til San Francisco 49ers. Eftir aðeins eitt tímabil þar lagði hann skóna á hilluna vegna bakmeiðsla. Hann hefur margoft greint frá því að hafa íhugað sjálfsmorð í mörg ár. Í sumar var greint frá því að hann væri að vinna að ævisögu sinni. Ekki er vitað hvort Martin sé enn á geðdeild. NFL Tengdar fréttir Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45 Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00 Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15 Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45 Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30 Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Fyrrum NFL-leikmaðurinn Jonathan Martin var handtekinn á dögunum er grunur lék á að hann ætlaði að mæta í gamla skólann sinn og hefja þar skothríð. Martin hafði þá sett óhuggulega mynd á Instagram. Myndin var af byssu á rúmi. Svo merkti hann gamla skólann sinn, Miami Dolphins, tvo fyrrum liðsfélaga hjá Dolphins og tvo fyrrum skólafélaga inn á myndina. Skólanum var umsvifalaust lokað á meðan ekki var vitað um ferðir Martin. Lögreglan fann hann á endanum og í bílnum var hann með hlaðna byssu, hníf og exi. Önnur byssa fannst heima hjá foreldrum hans. Lögreglan fór með Martin á geðdeildina. Unnusta hans tjáði lögreglu að hann hefði mikið talað um sjálfsmorð síðustu mánuði og væri byrjaður að skrifa á veggina heima hjá sér. Martin hefur verið fórnarlamb eineltis síðan hann var í gagnfræðaskóla. Einstaklingarnir sem hann merkti inn á Instagram-myndina hafa allir lagt hann í einelti. Martin var valinn af Dolphins í nýliðavalinu árið 2012. Hann var þar í tvö ár. Seinna árið sakaði hann liðsfélaga sína um einelti og einn þeirra var settur í átta leikja bann fyrir einelti og rekinn frá félaginu. Martin yfirgaf herbúðir Dolphins engu að síður og fór til San Francisco 49ers. Eftir aðeins eitt tímabil þar lagði hann skóna á hilluna vegna bakmeiðsla. Hann hefur margoft greint frá því að hafa íhugað sjálfsmorð í mörg ár. Í sumar var greint frá því að hann væri að vinna að ævisögu sinni. Ekki er vitað hvort Martin sé enn á geðdeild.
NFL Tengdar fréttir Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45 Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00 Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15 Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45 Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30 Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Eineltisfórnarlambið fór til San Francisco Jonathan Martin varð einn umtalaðasti íþróttamaður Bandaríkjanna er hann sakaði liðsfélaga sína hjá Miami Dolphins um einelti. Hann hætti að spila með liðinu í kjölfarið. 12. mars 2014 11:45
Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki. 24. febrúar 2018 07:00
Sannleikurinn mun jarða þig Eitt stærsta fréttamál síðasta árs í bandaríska íþróttaheiminum var frétt um meint einelti í búningsklefa NFL-liðsins Miami Dolphins. 13. febrúar 2014 11:15
Incognito stóð fyrir skipulögðu einelti Það er búið að bíða lengi eftir skýrslu um ástandið í búningsklefa Miami Dolphins. Þar hefur logað stafna á milli eftir ásakanir um gróft einelti. 15. febrúar 2014 13:45
Martin var niðurlægður á hverjum degi NFL-leikmaðurinn sem varð fyrir einelti og hætti að spila fyrir Miami Dolphins, Jonathan Martin, hefur ekkert tjáð sig síðan hann gekk lét sig hverfa. 8. nóvember 2013 22:30
Incognito bað Martin afsökunar Óvíst er hvort að Richie Incognito eigi afturkvæmt í NFL-deildina eftir gróft einelti sem skók bandarískt íþróttalíf í haust. 18. febrúar 2014 23:30