Byssueigendur reyna að fella niður ný skotvopnalög í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2018 23:44 Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Vísir/GETTY Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, hafa höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir ný skotvopnalög í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, skrifaði nú í kvöld undir lög sem meðal annars gera byssukaup aðila undir 21 árs aldri ólögleg. Í lögsókninni er því haldið fram að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og geri ungum konum sérstaklega erfitt að verja sig með því að takmarka aðgang þeirra að skotvopnum.Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf. Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag. Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Samtök byssueigenda í Bandaríkjunum, National Rifle Association, hafa höfðað mál til að reyna að koma í veg fyrir ný skotvopnalög í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, skrifaði nú í kvöld undir lög sem meðal annars gera byssukaup aðila undir 21 árs aldri ólögleg. Í lögsókninni er því haldið fram að lögin brjóti gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna og geri ungum konum sérstaklega erfitt að verja sig með því að takmarka aðgang þeirra að skotvopnum.Farið er fram á að dómarar felli lögin úr gildi. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar hækka lögin aldurstakmark við kaup skotvopna, lengja biðtíma kaupenda skotvopna og banna byssuskefti sem gera notendum auðvelt að skjóta skotum úr hálfsjálfvirkum rifflum með gífurlegum hraða.Lögin hafa þó verið gagnrýnd fyrir að skapa svokallað „verndara“ verkefni sem felur í sér að kennarar og starfsmenn skóla megi bera skotvopn í vinnu sinni. Það geta þau gert eftir umtalsverða þjálfun og því fylgir einnig regluleg geðheilbrigðispróf. Lögin voru samin í kjölfar þess að sautján manns létu lífið í skotárás í skóla í Flórída í síðasta mánuði. Myndband frá blaðamannafundi Rick Scott þegar hann skrifaði undir lögin í dag.
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59 Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30 Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30 Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Í lögreglufylgd á fyrsta degi skólahalds eftir skotárás Nemendur menntaskólans í Parkland láta í sér heyra og krefjast þess að breytingar verði gerðar á byssulöggjöf. 28. febrúar 2018 13:59
Trump hvetur þingmenn til að endurskoða skotvopnalög Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvatti þingmenn úr báðum flokkum til þess að endurskoða skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna í kjölf mannskæðrar skotárásar í skóla Flórída þar sem 17 létust. 28. febrúar 2018 23:30
Tilbáðu hríðskotabyssur í fjöldabrúðkaupi Athöfnin var á vegum söfnuðarins World Peace and Unification Sanctuary. 1. mars 2018 10:30
Breytingar á skotvopnalögum einni undirskrift frá veruleika Ný skotvopnalöggjöf í Flórída-ríki er einu skrefi nær því að líta dagsins ljós eftir að fulltrúadeild ríkisþingsins samþykkti frumvarp þess efnis í gærkvöldi. 8. mars 2018 06:20