Sakaður um blekkingar eftir að hafa lifað af skotárás Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. febrúar 2018 14:21 David Hogg ásamt skólasystur sinni Kelsey Friend. Vísir/AFP Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018 Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Hinn 17 ára gamli David Hogg hefur undanfarna daga verið sakaður um að vera leikari sem fær borgað fyrir að berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf. Hogg er einn þeirra sem lifði af skotárás í Mary Stoneman Douglas-framhaldsskólanum þann 14. febrúar síðastliðinn. Hogg er í hópi um hundrað nemenda við skólann sem hafa undanfarna daga krafist þess að gripið verði til aðgerða svo koma megi í veg fyrir frekari skotárásir. Hogg, sem er í ritstjórn skólablaðsins, tók viðtöl við samnemendur sína á meðan á árásinni stóð. Samsæriskenningarsmiðir á netinu hafa nú sakað hópinn um að vera launaðir leikarar sem ferðist á milli vettvanga skotárása. Hefur Hogg sérstaklega vakið athygli netverja þar sem faðir hans er fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. „Ég er ekki krísuleikari,“ sagði Hogg í viðtali við Anderson Cooper á CNN. „Ég er einhver sem þurfi að varð vitni að þessu og lifði þetta af og ég mun þurfa að lifa með því.“ „Ég er ekki hér á vegum neins.“Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkar samsæriskenningar fara á flug í kringum harmleiki vestanhafs og hlutu slíkar sögur töluverða athygli í kjölfar skotárásarinnar í Las Vegas í október síðastliðnum sem var ein sú mannskæðasta í sögu Bandaríkjanna. Benjamin Kelly, aðstoðarmaður ríkisþingmanns í Flórída, senti tölvupóst á dagblaðið Tampa Bay Times þar sem hann tók undir kenningar um að Hogg og samnemendur hans væru í raun leikarar. Kelly var í kjölfarið látinn fjúka af yfirmanni sínum, Repúblikananum Shawn Harrison, sem afneitaði jafnframt hegðun Kelly. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Flórída, afneitaði einnig slíkum samsæriskenningum.Tonight Mr. Kelly was terminated from his position as my District Secretary. I am appalled at and strongly denounce his comments about the Parkland students. I am again sorry for any pain this has caused the grieving families of this tragedy.— Shawn Harrison (@Shawnfor63) February 21, 2018 Claiming some of the students on tv after #Parkland are actors is the work of a disgusting group of idiots with no sense of decency— Marco Rubio (@marcorubio) February 20, 2018
Skotárás í Flórída Tengdar fréttir Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30 Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00 Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39 Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36 „Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira
Cruz leggur spilin á borðið Hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz, sem sakaður er um að hafa myrt 17 manns í framhaldsskóla í Flórída á miðvikudag, hefur játað á sig verknaðinn. 16. febrúar 2018 06:30
Enginn vilji til aðgerða gegn skotárásum Repúblikanar grípa til sömu umræðu og áður í kjölfars mannskæðar skotárásar. 15. febrúar 2018 23:00
Trump sagður styðja bætt eftirlit með byssukaupum Frumvarp sem er ætlað að bæta hvernig alríkisstofnanir framfylgja núgildandi lögum um bakgrunnseftirlit með byssukaupum er sagt njóta stuðning Bandaríkjaforseta. 19. febrúar 2018 19:39
Höfnuðu að banna hríðskotariffla í kjölfar banvænnar skotárásar Repúblikanar á ríkisþingi Flórída felldu tillögu um að taka frumvarp um bann við hríðskotarifflum til umræðu þrátt fyrir þrýsting nemenda sem lifðu skotárásina í Parkland af. 20. febrúar 2018 23:36
„Skammist ykkar“ Emma Gonzalez, einn nemandanna sem lifði af skotárás í Marjorie Stoneman Douglas High School á miðvikudag, kallaði eftir strangari skotvopnalöggjöf og gagnrýndi forsetan harðlega í gær. 18. febrúar 2018 07:55