Sport

Sturla Snær meiddur og missti af svigkeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sturla Snær í stórsvigskeppninni.
Sturla Snær í stórsvigskeppninni. vísir/epa
Ekkert varð af því að Sturla Snær Snorrason tæki þátt í svigkeppni Vetrarólympíuleikanna í PyeongChang í nótt. Hann er meiddur.

Í stórsvigskeppninni síðasta sunnudag fél Sturla Snær í brautinni með þeim afleiðingum að hann fékk annað skíðið í kálfann. Við það blæddi inn á vöðva.

Sturla gerði hvað hann gat til þess að verða klár í svigkeppnina en eftir upphitun var ljóst að hann var ekki keppnisfær.

Það var Svíinn Andre Myhrer sem tók gullverðlaunin í sviginu en Svisslendingurinn Ramon Zenhaeusern varð annar. Bronsið féll svo í skaut Austurríkismannsins Michael Matt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×