Fjármálaráðherra sakar þingmenn Miðflokksins um innihaldslaust blaður Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2018 14:25 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, svaraði fyrirspurnum frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, á þingi í dag. Vísir/Hanna Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Fjármálaráðherra segir þingmenn Miðflokksins vera með innihaldslaust blaður varðandi sölu á hlut ríkisins í Arion banka til að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningabaráttu flokksins. Stefna hans hefði þýtt að ríkið hefði þurft að kaupa Arion banka á sextíu til sjötíu milljarða króna. Salan á hlut ríkisins í bankanum sé hins vegar afkomutengd og tryggi hagsmuni ríkissjóðs. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði fjármálaráðherra á Alþingi í morgun út í fyrirhugaða sölu á 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka. Þar væri skipulögð flétta á ferð að hálfu erlendra vogunarsjóða sem ættu meirihluta í bankanum og ætluðu sér að græða á því að kaupa hlut ríkisins á undirverði. Vogunarsjóðirnir þyrftu ekki að leggja út fyrr kaupunum þar sem þeir gætu notað peninga Arion til að kaupa bréf í bankanum, sem ætti gríðarlega verðmætar eignir. Þetta væri snilld vogunarsjóðanna númer eitt. „Þegar búið er að kaupa ríkið út geta vogunarsjóðirnir gert það sem þeir vilja við eigur bankans. Hlutur þeirra stækkar og verður verðmætari. Þetta er snilld númer tvö,“ sagði Birgir. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði fulltrúa ríkisins á hluthafafundi í Arion hafa lagst gegn því að bankinn fengi heimild til að kaupa eigin bréf. Hins vegar væri einhliða réttur hluthafa til að kaupa hlut ríkisins ótvíræður að mati Bankasýslunnar. „Yfirlýsingar Miðflokksins fyrir kosningar voru gjörsamlega innihaldslausar. Hugmyndin um að það væri hægt að afhenda íslenskum almenningi 1/3 af Arion banka, banka sem ríkið yfirhöfuð átti ekki og myndi þurfa að borga 60 til 70 milljarða til að eignast þann hlut, þær voru innistæðulaust blaður. Engin innistæða fyrir því,“ sagði Bjarni. Það þýði ekki fyrir Miðflokkinn að koma hálfu ári eftir kosningar og blása upp moldviðri um hluti sem legið hafi fyrir í samningum í mörg ár eða allt frá 2009 og séu hluti af aðgerðum stjórnvalda sem hafi heppnast vel. „Til þess að breiða yfir gjörsamlega mislukkaða kosningastefnu Miðflokksins sem nú er að renna upp fyrir mönnum að engin innistæða var fyrir. Eða hvað eru það margir tugir milljarða sem sem háttvirtur þingmaður er tilbúin til að reiða fram til að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki. Þannig að hægt sé að efna kosningaloforð Miðflokksins um að dæla út 70 milljörðum og gjaldfæra á ríkissjóð,“ spurði Bjarni.Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.Ríkið tryggt fyrir auknu verðmæti bankans síðarBirgir sagði verðmæti Arion banka gríðarleg. „Þá birtist okkur sú staðreynd að það er markmið erlendra hluthafa bankans að nota eigið fé bankans til að kaup hlut ríkisins á undirverði. Til þess eins að eignarhlutur annarra hluthafa, sem eru erlendir vogunarsjóðir, aukist að verðmæti,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi vera kominn með svarið um verðmæti Arion, sem að hans mati væri meira en greiðsla fyrir 13 prósenta hlut ríkisins í bankanum gæfi til kynna. „Og þá er ég með góðar fréttir fyrir háttvirtan þingmann. Við gerðum afkomuskiptasamning við eigendur bankans; Kaupþing. Hann virkar þannig að ef bankinn selst á bilinu 100 til 140 milljarða skiptist það verð þannig að 1/3 renni beint til ríkisins,“ sagði Bjarni. Ef bankinn seldist á 140 til 160 milljarða fengi ríkið helming söluverðsins. „Og ef bankinn selst, eins og háttvirtur þingmaður virðist trúa, jafnvel á meira en 160 milljarða, þ.e.a.s. hlutur Kaupþings, fær ríkið ¾ af kaupverðinu á grundvelli afkomuskiptasamnings. Þannig að ef þetta gengur allt eftir í alþjóðlegu útboði sem ætti að vera ágætis leið til að finna út hvert raunverulegt virði bankans, þá skilar það sér mjög ríkulega beint til ríkisins,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Salan á Arion banka Tengdar fréttir Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30 Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00 Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Kaupréttur á hlut ríkisins í Arion banka fortakslaus Ríkinu er skylt að selja hlut sinn í Arion banka samkvæmt ákvæði um kauprétt í hluthafasamkomulagi frá 2009. 19. febrúar 2018 21:30
Sigmundur telur stjórnvöld missa tökin á stöðunni með sölu Arion Sala ríkisins á hlut sínum byggist á samkomulagi sem ríkið gerði við kröfuhafa Kaupþings um fjármögnun Arion. 20. febrúar 2018 06:00
Bankasýslan leggur til sölu á eignarhlut ríkisins í Arion banka Dótturfélag Kaupþings eignast 13% eignarhlut ríkisins í Arion banka samkvæmt tillögu Bankasýslunnar til fjármálaráðherra. 19. febrúar 2018 19:02