Bandarískum kosningaöryggissérfræðingi ýtt til hliðar skömmu fyrir kosningar Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2018 21:00 Rússar stóðu fyrir viðamikilli áróðursherferð fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 og reyndu einnig að brjótast inn í kosningakerfi. Talið er að þeir reyni aftur fyrir sér í þingkosningunum í haust. Vísir/AFP Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Hvíta húsið og forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings úr röðum repúblikana ætla að losa sig við yfirmann alríkisstofnunar sem hefur aðstoðað bandarísk ríki við að verja kosningakerfi sín fyrir tölvuárásum. Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur varað við því að Rússar muni aftur reyna að ráðast á kosningakerfi í þingkosningunum í haust.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Paul Ryan, forseti neðri deildar Bandaríkjaþings, ætli ekki að endurnýja umboð Matthews Masterson sem formanns Kosningaaðstoðarnefndar Bandaríkjanna. Masterson er sagður hafa verið vinsæll hjá embættismönnum ríkja vegna sérþekkingar hans í tölvuöryggismálum. Nefndinni sem hann stýrir er ætlað að aðstoða ríkin við að framfylgja reglum um alríkiskosningar. Ákvörðun Ryan, sem hefur vald til að mæla með fólki í stöðuna við Bandaríkjaforseta, vekur ekki síst athygli í ljósi þess að tölvuöryggi í tengslum við kosningar hefur verið í brennidepli undanfarin misseri eftir að Rússar gerðu tilraunir til þess að brjótast inn í kosningakerfi fjölda bandarískra ríkja í kosningunum árið 2016. Bandarískir embættismenn segja að rússneskir tölvuþrjótar hafi reynt fyrir sér í tölvukerfum 21 ríkis. Engar vísbendingar eru þó um að þeim hafi tekið að breyta niðurstöðum kosninganna neins staðar.Óljóst hver vill Masterson út og hvers vegnaÞingkosningar verða í Bandaríkjunum í nóvember og hefur leyniþjónustan þegar varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leikinn aftur. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur þegar legið undir ámæli fyrir að aðhafast lítið til að koma í veg fyrir svipuð inngrip Rússa eins og áttu sér stað í kosningunum árið 2016. Trump hefur sjálfur dregið í efa að Rússar hafi staðið að baki árásum á kosningarnar, þvert á mat alríkisstofnana hans. Hann hefur sakað demókrata um að búa það til sem afsökun fyrir að hafa tapað forsetakosningunum. Ekki liggur fyrir hvers vegna repúblikanar vilja skipta Masterson út núna eða hvort að það sé að undirlagi Ryan eða Hvíta hússins. Fjórir stjórnendur nefndar hans skipta formannsstólnum með sér og hefði hann hvort eð er gefið hann eftir fljótlega. Búist er við því að hann sitji áfram í nefndinni þar til þingforsetinn hefur tilnefnt eftirmann hans. John Boehner, fyrrverandi forseti fulltrúadeildarinnar og repúblikana, tilnefndi Masterson á sínum tíma og Barack Obama, þáverandi forseti, skipaði hann í embættið. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu hans einróma árið 2014.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45 Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Trump ræðst á alla nema Rússa Í fjölda tísta sem sneru að mestu að Rússarannsókninni svokölluðu og innihéldu margar villur var þó einn aðili sem slapp við alla gagnrýni. Vladimir Putin, forseti Rússlands. 19. febrúar 2018 11:45
Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Netöryggissérfræðingur bandaríska stjórnvalda segir engan vafa leika á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. 8. febrúar 2018 10:42