Rússar hökkuðu sig inn í bandarískt kosningakerfi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2018 10:42 Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 til að reyna að tryggja Donald Trump sigur. Vísir/AFP Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Hakkarar á vegum rússneskra stjórnvalda komust inn í kjósendaskrár nokkurra bandarískra ríkja fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þetta segir yfirmaður netöryggisdeildar heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina segir Jeanette Manfra að hakkararnir hafi beint spjótum sínum að 21 ríki en þeir hafi aðeins komist inn í gögn örfárra þeirra. Enginn vafi leiki á því að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að baki árásunum. Hún segist að öðru leyti ekki geta tjáð sig leynilega upplýsingar. NBC segir að engar vísbendingar séu um að Rússar hafi breytt kjósendaskrám á neinn hátt. Bandarískir embættismenn hafa varað við því að Rússar muni reyna að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þannig segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Rússar séu þegar byrjaðir að hafa afskipti af kosningunum og bandarísk stjórnvöld geti ekkert aðhafst til að stöðva þá. „Punkturinn er sá að ef ætlun þeirra er að hafa áhrif þá munu þeir finna leiðir til þess,“ sagði Tillerson við Fox-sjónvarpsstöðina í gær.Framfylgja ekki refsiaðgerðum vegna afskiptanna árið 2016Engu að síður kaus Donald Trump forseti að framfylgja ekki lögum um refsiaðgerðir gegn Rússum vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum þrátt fyrir að afgerandi meirihluti Bandaríkjaþings hafi samþykkt þau, að því er segir í frétt Business Insider. Auk þess að reyna að komast inn í kosningakerfi eru rússneskir hakkarar sagðir á bak við innbrot í tölvupóst Demókrataflokksins. Póstunum var svo lekið til að hafa skaðleg áhrif á framboð Hillary Clinton, meðal annars í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Jeh Johnson, heimavarnaráðherra ríkisstjórnar Baracks Obama sem var við völd þegar árásir Rússa á kosningarnar fóru fram, segir að bandaríska alríkisstjórnin og einstakar ríkisstjórnir verði að vakna af værum blundi og grípa til aðgerða áður en Rússar vegi aftur að lýðræðinu. Hann gagnrýnir að mörg ríki hafi gert lítið sem ekkert til að efla netvarnir sínar. Manfra hafnar þeirri gagnrýni og segir að öll ríkin sem Rússar reyndu að brjótast inn hjá hafi tekið árásirnar alvarlega.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira