Unnið að opnun neyslurýmis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. febrúar 2018 06:00 Það styttist í opnun neyslurýmisins. Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa hafið vinnu við opnun neyslurýmis fyrir langt leidda vímuefnaneytendur. Með tilkomu neyslurýmisins verður einstaklingum sem sprauta sig í æð tryggður aðgangur að hreinum sprautum, nálaskiptum og gjaldfrjálsri grunnheilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns Pírata. „Ég hef rætt við borgarstjóra út af þessu máli og það eru í gangi samskipti milli ráðuneytisins og borgarinnar um þetta. Ég býst við því að þess sé ekki langt að bíða að þetta úrræði verði til,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í svarinu kemur einnig fram að ráðherrann telji það samræmast illa hugmyndum um skaðaminnkun að það varði fangelsisrefsingu að vera fíkniefnaneytandi. Ráðherra stefnir að því að unnið verði áhættumat um reynslu annarra þjóða af afnámi refsinga við vörslu á neysluskömmtum. Niðurstöður áhættumatsins munu hafa áhrif á hvaða breytingar á lögum verða að veruleika.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04 Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15 Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Segir fleira og yngra fólk byrjað að sprauta sig á Akureyri Vitað er til þess að um 20 til 30 einstaklingar, margir yngra fólk, séu í mikilli neyslu fíkniefna á Akureyri. 20. janúar 2018 13:04
Vilja samstarf við heilbrigðisyfirvöld um opnun neyslurýma Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að borgin muni líklega fylgja öðrum borgum á Norðurlöndunum og styðja við opnun neyslurýma til að bæta þjónustu við þá jaðarsettu einstaklinga sem neyta vímuefna um æð. Borgin vilji skoða slíkt í nánu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld. 19. janúar 2018 19:15
Brýn þörf fyrir neyslurými í Reykjavík Hjúkrunarfræðingar sem hafa unnið með vímuefnaneytendum sem sprauta sig segja brýnt að opnað verði neyslurými í Reykjavík til að þjónusta þennan jaðarsetta hóp. Mjög góð reynsla er af neyslurýmum erlendis og dauðsföll vegna ofnotkunar þekkjast ekki í slíkum rýmum. 15. janúar 2018 19:15