Varúð: Dugnaður Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. febrúar 2018 07:00 Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Halldór 26.04.2025 Halldór Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Sjá meira
Meintur dugnaður Íslendinga er eitt af því sem við notum til þess að belgja okkur út með og hefja okkur yfir aðrar þjóðir. Íslenskur dugnaður og dýrkun á honum er grundvallarmisskilningur og í raun þrúgandi þjóðarböl. Íslenskur dugnaður er alveg aftengdur skynsemi, heiðarleika og gagnrýnni hugsun. Gengur út á að setja hausinn undir sig og böðlast eins og tuddi á amfetamíni. Bægslagangurinn er mikill, afraksturinn enginn. Nema hrósið: „Hann er nú svo duglegur.“ Duglegt fólk er stórvarasamt, sést ekki fyrir í andskotans djöfulgangi. Alltaf eitthvað voða mikið að gera. Dugnaðarforkarnir láta sig til dæmis ekkert muna um að keyra til tunglsins og til baka mörgum sinnum í mánuði. Til hvers? Að sóa tíma og skilja eftir sig hyldjúp kolefnisspor? Dugnaðarforkarnir eru aðallega iðnir og ofvirkir við að þvælast fyrir, skara eld að eigin köku og fremja alls konar heimskupör og umhverfisspjöll og láta einhverja aðra, komandi kynslóðir og náttúruna sem er um það bil að verða gjaldþrota, um að borga fyrir öll „afköstin“. Dugnaður er djöfullegur, leti er góð. Sá lati nennir ekki að spilla náttúrunni með framkvæmdum, ekki að vera alltaf að þrífa í kringum sig með eitruðum hreinsiefnum og ekki rýkur sá lati út að keyra þegar ástandið er appelsínugult og endar fastur í skafli, aðeins til trafala og vandræða. Er ekki ráð að reyna að slaka aðeins á? Hætta að hossa hinum duglegu sem eru fyrst og fremst til ógagns og óþurftar? Hægja aðeins á snúningshraðamælinum og fara færri kílómetra en fleiri?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar