Enginn vildi styrkja eina stærstu stjörnu Svía fyrir ÓL en það er allt breytt núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2018 12:00 Hanna Öberg með Karl Gústaf Svíakonungi. Vísir/Getty Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Sjá meira
Hin 22 ára gamla Hanna Öberg er ein af stærstu stjörnum Svía á Ólympíuleikunum í Pyeongchang. Öberg var lítt þekkt fyrir leikana í Suður-Kóreu en vann gullverðlaun í einstaklingskeppni skíðaskotfiminnar og svo silfur í boðgöngu með sænska landsliðinu eftir frábæran endasprett hennar. Hanna Öberg hafði unnið tvenn gullverðlaun á HM unglinga árið 2016 en þetta eru fyrstu verðlaun hennar á stórmóti fullorðinna. Á HM í fyrra endaði hún í 55. sæti í sömu grein og hún vann í Pyeongchang. Margt hefur því breyst á stuttum tíma og Hanna Öberg hefur skotist upp á stjörnuhimininn í sænska íþróttaheiminum á síðustu dögum. Hanna var líka ofarlega í öllum hinum einstaklingsgreinunum á ÓL, fimmta í eltigöngu (pursuit) og hópgöngunni (Mass start) en var síðan sjöunda í sprettgöngunni. Hún átti síðan frábæran lokasprett þegar Svíar tryggðu sér silfrið í boðgöngunni. Það fylgir sögunni að ekkert fyrirtæki vildi styrkja hana fyrir Ólympíuleikana í Suður-Kóreu. Nú mun það breytast og von á því að fyrirtækin keppist um að gera við hana samning. Faðir hennar Tomas Öberg ræddi breytta stöðu dóttur sinnar í viðtali við Expressen. Hún hefur hingað til þurft að treysta á framlög frá sænska samböndunum til að geta stundað íþróttina sína.Hanna Öberg kan få en gata i Piteå: ”Den diskussionen har redan kommit i gång” https://t.co/IgTxtdNfqi — SportExpressen (@SportExpressen) February 22, 2018 „Nú erum við komin í allt aðra samningastöðu og ég vona að margir vilji styrkja okkur,“ sagði Tomas Öberg, faðir Hönnu. Blaðamaður Expressen telur að takist Hönnu að halda sér inn á topp tíu þá getur hún átt vona á því að fá inn á milli þriggja og fimm milljóna sænskra króna en það eru 37 til 62 milljónir íslenskra króna. Vinsældar hennar Hönnu eru orðnar það miklar að nú er meðal annars rætt um það að hún fái götu skírða eftir sér í heimabænum hennar Piteå eins og má sjá hér fyrir ofan. Já það hefur margt breyst í hennar lífi á stuttum tíma.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Sjá meira