Gunnar Nelson býst við bardaga í maí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. febrúar 2018 12:45 Gunnar Nelson vonast eftir bardaga í Dublin í maí vísir/getty Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Gunnar Nelson vonast eftir því að berjast í lok maí á bardagakvöldi UFC í Dublin. Þetta sagði hann í spjalli við The MacLife, síðu í eigu Conor McGregor. Gunnar er við æfingar í Írlandi eins og er og hafði heyrt orðróm um bardagakvöld í maí þar sem hann gæti barist. Það hefur nú verið staðfest að UFC mun halda bardagakvöld sunnudaginn 29. maí í Dublin. „Ég býst við því að ég fái að berjast þar. Það kemur líklega í ljós bráðlega og ég vona ég verði þar,“ sagði Gunnar. Honum var boðinn aðalbardaginn á bardagakvöldi í Lundúnum í mars, en sá bardagi féll niður þar sem andstæðingurinn Darren Till sagðist ekki geta barist vegna veikinda. Síðasti bardagi Gunnars var í júlí 2017 þar sem hann var rotaður af Santiago Ponzinibbio eftir að sá síðarnefndi potaði í augun á Gunnari. Í reglum UFC getur dómarinn gefið fimm mínútna hlé fái bardagakapparnir högg á punginn. Engar slíkar reglur eru um augnpot og vill Gunnar láta breyta því. „Það þarf að laga eitthvað varðandi þessi atvik. Ég sá tvöfalt og rýmisgreindin var í rugli, það þarf tíma fyrir augun að jafna sig.“ „Dómararnir þurfa að taka betur á þessu.“ Hann segir tapið þó ekki hafa haft of mikil áhrif á sig. „Það er erfitt að taka tapi, en eitt tap er ekki nóg til að ég hætti að keppa. Þetta er eitthvað sem ég læri af. Allt það sem maður gengur í gegnum getur maður nýtt sér og lært af.“ Viðmælandi Gunnars hafði orð á viðtali sem hann fór í fyrir nokkrum árum þar sem hann viðurkenndi að hafða farið út á lífið kvöldið áður en hann keppti á glímumótinu ADCC og fengið sér ís í morgunmat. Hann mætti svo til leiks og vann meðal annars Jeff Monson eftirminnilega. Við því sagði Gunnar að hann trúi ekki á hefðir sem þurfi að ganga í gegnum á bardagadegi, það skipti engu máli hvort maður borði ís í morgunmat eða hvað. „Þetta snýst um andlegan undirbúning og hvernig hausinn er stiltur. Ef að hausinn er í réttu ástandi þá breytir það engu hvað þú borðar eða klukkan hvað.“ Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00 Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30 Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25 Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Staðreyndum troðið ofan í umbann sem fór frjálslega með sannleikann um Gunnar Nelson Haraldur Dean Nelson á alla pappíra sem sanna upphaf Gunnars Nelson í UFC. 16. febrúar 2018 10:00
Till segist vera veikur en nýtur lífsins í Brasilíu Ekkert varð af bardaga Gunnars Nelson og Darren Till í London í næsta mánuði. Till sagðist vera veikur og ekki treysta sér í bardagann. 7. febrúar 2018 13:30
Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu. 30. janúar 2018 21:25