Mannréttindi eru hornsteinninn Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2018 07:00 „Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
„Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum.“ Þannig hljóðar upphaf mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna en í ár eru sjötíu ár liðin síðan hún var samþykkt. Tímamótanna verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna allt þetta ár en hátíðahöldin ná hámarki á alþjóðlega mannréttindadeginum, 10. desember. Sérhvert aðildarríki Sameinuðu þjóðanna er hvatt til að minnast tímamótanna, hvert með sínum hætti, stjórnvöld og almenningur. Við Íslendingar látum ekki okkar eftir liggja, nægar eru áskoranirnar á alþjóðavettvangi. Mannréttindi eru einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Við sem störfum í utanríkisþjónustunni tökum alvarlega það hlutverk okkar að tala fyrir mannréttindum, bæði á vettvangi alþjóðastofnana og í tvíhliða samskiptum við önnur ríki. Sjálfur fæ ég í dag tækifæri til að ávarpa Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna öðru sinni, þegar það kemur til fundar í Genf. Mannréttindaráðið er einn helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál á alþjóðavettvangi. Aðildarríki SÞ eiga þar mikilvæg skoðanaskipti um stöðu mannréttinda og í ráðinu gefst tækifæri til að bera upp þær áhyggjur sem menn kunna að hafa af þróun í tilteknum ríkjum og í tilteknum málaflokkum. Málafylgja Íslands í mannréttindaráðinu vakti athygli á síðasta ári og forystuhlutverk það sem við tókum í málefnum Filippseyja en stjórnvöld þar í landi hafa kosið að beita aðferðum í baráttu sinni gegn útbreiðslu fíkniefna sem ganga gróflega í bága við mannréttindi. Það er ánægjulegt að rödd okkar hafi heyrst, með þeim hætti sem raun bar vitni, og hvetur okkur til dáða. Það er mikilvægt að rödd Íslands hljómi hátt og skýrt í Mannréttindaráðinu, okkar áherslur á algild mannréttindi, kynjajafnrétti og réttindi hinsegin fólks. Við munum halda áfram að beita okkur með svipuðum hætti. Þannig stöndum við best vörð um þau réttindi sem mannréttindayfirlýsingin felur í sér.Höfundur er utanríkisráðherra
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar