Engin yfirsýn yfir fjölda magaaðgerða Sveinn Arnarsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Magaermaraðgerðir Gravitas eru framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Vísir/Pjetur Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Landlæknisembættið veit ekki hversu margar magaermaraðgerðir hafa verið gerðar hér á landi síðustu fimm árin vegna slælegrar skráningar þeirra sem veita þessa þjónustu. Tvö alvarleg atvik hafa átt sér stað það sem af er ári varðandi magaermaraðgerðir fyrirtækisins Gravitas slf.Fréttablaðið greindi frá því þann 24. janúar að kona hefði látist á Landspítalanum hinn 4. janúar. Líklegt þykir að andlát konunnar megi rekja til magaermaraðgerðar en það er nú rannsakað af Landlæknisembættinu. Fyrir helgi sagði DV frá því að konu á sjötugsaldri væri haldið sofandi á Landspítalanum vegna magaermaraðgerðar.Sjá einnig: Rannaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerðJón Magnús Kristjánsson yfiræknir á bráðamóttöku LSHvísir/anton brink„Við höfum fengið nokkur tilvik inn til okkar þar sem sjúklingar eru að glíma við erfiðleika eftir þessar aðgerðir,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku á LSH. „Alvarlegustu tilvikin eru skráð og skoðuð gaumgæfilega af Landspítalanum.“ Fréttablaðið óskaði svara frá Landlæknisembættinu um hversu margar magaermaraðgerðir hafi verið framkvæmdar hér á landi síðustu fimm árin. Anna Björg Aradóttir, sérfræðingur hjá embættinu segist ekki geta svarað því með vissu. „Embættið hefur verið að rýna í innsend gögn um magaaðgerðir frá stofnunum og sérfræðingum á stofu. Ljóst er út frá þeirri greiningu að ekki er í öllum tilvikum um rétta skráningu að ræða hjá þeim sem veita slíka þjónustu og það þurfum við að vinna með þeim og mun taka langan tíma,“ segir Anna Björg. Alvarleg atvik eru tilkynningarskyld til Landlæknis samkvæmt lögum. Tvö atvik hafa verið tilkynnt embættinu þar sem um magaermaraðgerðir var að ræða. „Algengustu fylgikvillar magaaðgerða eru blæðing og leki. Leki getur valdið alvarlegu ástandi hjá sjúklingi.“ Landlæknisembættið útilokar ekki að fleiri tilvik séu fyrir hendi: „Út frá algengi fylgikvilla mætti ætla að um fleiri væri að ræða án þess að hægt sé að fullyrða um það.“ Fréttablaðið veit dæmi þess að fólk hafi liðið nokkuð miklar kvalir eftir magaermaraðgerðir hjá fyrirtækinu Gravitas.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Rannsaka nú andlát eftir magaminnkunaraðgerð Ung kona lést nýlega á Landspítalanum. Andlátið tilkynnt af spítalanum til landlæknis sem óvænt atvik. Konan gekkst undir magaermaraðgerð á einkaklíník. Rannsakað hvort aðgerðin hafi valdið andlátinu. 24. janúar 2018 05:00