NBA: Tólf sigrar í röð hjá Houston Rockets en Cleveland tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 07:30 James Harden og Chris Paul fagna í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98 NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98
NBA Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira