NBA: Tólf sigrar í röð hjá Houston Rockets en Cleveland tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 07:30 James Harden og Chris Paul fagna í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98 NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira
Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti, allskonar fótbolti og margt fleira Sport Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Sjá meira