NBA: Tólf sigrar í röð hjá Houston Rockets en Cleveland tapaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2018 07:30 James Harden og Chris Paul fagna í nótt. Vísir/Getty Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98 NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira
Houston Rockets liðið er að sýna styrk sinn þessa dagana í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tólfta sigur í röð í nótt. Cleveland Cavaliers varð hinsvegar að sætta sig við tap á heimavelli og New Orleans Pelicans vann eftir framlengingu í heimsókn sinni til Milwaukee Bucks.James Harden skoraði 41 stig í 119-114 sigri Houston Rockets á móti Denver Nuggets á útivelli. Þetta var tólfi sigur Houston í röð og liðið hefur unnið 21 af 25 leikjum sínum síðan 29. desember. Ekkert lið í deildinni er með betra sigurhlutfall í dag. Harden var kominn með 27 stig í hálfleik en Chris Paul var síðan með 23 stig í leiknum. Harden var einnig með 8 fráköst og 7 stoðsendingar en þetta var níundi fjörtíu stiga leikur hans á leiktíðinni. Nikola Jokic skoraði 21 stig og tók 14 fráköst fyrir Denver liðið sem var fyrir leikinn búið að vinna fjóra leiki í röð. Will Barton var með 25 stig. LaMarcus Aldridge skoraði 27 stig og Danny Green bætti við 22 stigum þegar San Antonio Spurs endaði árlega ródeó útileikjaferð sína með sextán stiga sigri á Cleveland Cavaliers, 110-94. Spurs-liðið lék áfram án Kawhi Leonard en liðið var búið að tapa fjórum leikjum í röð fyrir leikinn og sex af síðustu sjö. Þetta var því mikilvægur sigur fyrir Gregg Popovich og lærisveina hans. LeBron James var með 33 stig, 13 fráköst og 9 stoðsendingar fyrir Cleveland en það dugði ekki til. Cleveland hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur síðan að liðið skipti út stórum hluta af liðinu sínu.Jrue Holiday skoraði 28 af 36 stigum sínum eftir hálfleik þegar New Orleans Pelicans vann 123-121 sigur á Milwaukee Bucks í framlengingu. Anthony Davis var með 27 stig og 13 fráköst fyrir Pelíkanana en Khris Middleton var stigahæstur hjá Bucks með 25 stig. Giannis Antetokounmpo og Eric Bledsoe skoruðu báðir 20 stig. Þetta var aðeins fjórða tap liðsins í síðustu fjórtán leikjum.Otto Porter skoraði 24 stig og Bradley Beal var með 23 stig þegar Washington Wizards vann 109-94 sigur á Philadelphia 76ers. Wizards-liðið hefur þar með unnð 9 af 12 leikjum sínum síðan að John Wall meiddist. Joel Embiid var með 25 stig og 10 fráköst fyrir Philadelphia.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Denver Nuggets - Houston Rockets 114-119 Washington Wizards - Philadelphia 76ers 109-94 Cleveland Cavaliers - San Antonio Spurs 94-110 Milwaukee Bucks - New Orleans Pelicans 121-123 (114-114) Charlotte Hornets - Detroit Pistons 114-98
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Hart barist um sæti í úrslitakeppni Í beinni: KR - Haukar | KR-ingar á tæpasta vaði Í beinni: Njarðvík - Tindastóll | Tvö af bestu liðunum takast á Í beinni: Valur - Grindavík | Liðin sem börðust um titilinn „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Sjá meira