Sigmundur segir verðandi þjóðarsjúkrahús frægast af mygluhúsum Birgir Olgeirsson skrifar 26. febrúar 2018 10:26 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Vísir/stefán Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ritar grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, þar sem hann fer yfir sýnMiðflokksins á byggingu nýs Landspítala. Sigmundur stillir málinu upp í tvo valkosti, annars vegar valkost A og hins vegar kost M. Valkostur A er hreint ekki góður að mati Sigmundar, en í honum felst að halda sig við gamlar hugmyndir um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut þar sem þarf að flytja mikið af jarðefnum um Hringbraut þar sem umferðarþungi er mjög mikill. Hann segir að ef valkostur A yrði fyrir valinu þyrfti að reyna að samþætta fjölda gamalla bygginga, skafa úr þeim myglu og treysta á að aðeins fjórðungur starfsfólks og sjúklinga spítalans komi þangað á bílum. Svo er það valkostur M, sem er stefna Miðflokksins, að byggja nýjan Landspítala á nýjum stað á skemmri tíma en það tekur að byggja nýjan spítala við Hringbraut. „Stað þar sem aðgengi er gott og stærsti vinnustaður landsins leggur sitt af mörkum við að dreifa umferðarálaginu í borginni fremur en að auka á vandann. Framkvæmdin væri auk þess ódýrari en margra ára bras í miðbænum,“ skrifar Sigmundur.„Ævintýralega órökrétt“ Hann segir að valið virðist auðvelt en kerfið haldi áfram að vinna að valkosti A. „Í stað þess að reyna að verja hinar úreltu forsendur er tvennt endurtekið í sífellu. Annars vegar að það hafi farið svo mikill tími í Hringbraut án þess að það hafi verið klárað (skilað árangri) þ.a. það verði að setja enn meiri tíma í þetta. Hins vegar er kastað fram órökstuddum yfirlýsingum um að það myndi kosta meira að byggja á nýjum stað og lengja biðina um 15 ár! Hvort tveggja ævintýralega órökrétt,“ skrifar Sigmundur.Flestir yfirgefa myglu, nema Landspítalinn Hann bendir á að nú sé til skoðunar að rífa nýlegt stórhýsi Orkuveitu Reykjavíkur vegna myglu. Kársnesskóli hafi verið skyndilega yfirgefinn eftir að rakaskemmdir fundust og nú eigi að rífa hann. Höfuðstöðvar Íslandsbanka á Kirkjusandi voru rýmdar eftir að mygla fannst á 5. hæð og húsið standi nú autt og bíði örlaga sinna. Húsnæði Tryggingastofnunar var nýverið yfirgefið vegna gruns um myglu og ráðuneyti heilbrigðismála starfi nú í bráðabirgðahúsnæði vegna myglu. „En húsnæðið sem frægast er fyrir myglu, rakaskemmdir, alkalískemmdir og önnur slík vandamál á að verða framtíðarhúsnæði þjóðarsjúkrahússins. Ekki nóg með það, heldur er mikilvægi þess að nýta mygluðu húsin megin röksemdin fyrir því að það þurfi að klára öll hin mistökin sem áformunum tengjast.Það getur ekki verið að við ætlum að láta það viðgangast að ákvarðanir séu teknar með þessum hætti á 100 ára fullveldisafmæli Íslands,“ skrifar Sigmundur.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00 Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Nú þurfum við að velja Ein stærsta og mikilvægasta framkvæmd Íslandssögunnar stendur nú fyrir dyrum. Þar getum við valið milli tveggja megin valkosta. 26. febrúar 2018 07:00
Engin merki um myglu á lungnadeild Landspítalans Engin merki um myglu fundust á lungnadeild Landspítalans í eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landspítalans. 20. febrúar 2018 10:11