„Var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2018 08:00 Aron Kristjánsson. Vísir/Getty „Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“ Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Þetta hefur verið að myndast í svolítinn tíma. Þegar við fluttum með fjölskylduna út ákváðum við að taka eitt ár í einu. Það sem er best fyrir okkur núna er að fjölskyldan búi á Íslandi næstu árin,“ segir Aron Kristjánsson en í gær bárust fréttir af því að hann myndi hætta sem þjálfari Danmerkurmeistaranna Aalborg að tímabilinu loknu. Hann heldur þá heim á leið með fjölskylduna sem hefur búið úti með honum síðasta árið. „Við ætluðum að taka ákvörðun um þetta í febrúar, hvernig framhaldið yrði. Í byrjun mánaðarins bað ég um að losna undan samningi hérna. Þetta kom þeim í opna skjöldu en sem betur fer var orðið við þessari ósk. Eins og hann sagði er einn hlutur mikilvægari en handbolti og það er fjölskyldan. Það er gott að vera búin að fá niðurstöðu því þetta var búið að liggja þungt á manni í svolítinn tíma.“Vísir/Getty Erfitt að hætta Aron tók við Aalborg sumarið 2016 og gerði liðið að dönskum meisturum á síðasta tímabili. Aron var þjálfari íslenska karlalandsliðsins á árunum 2012-16, auk þess sem hann stýrði KIF Kolding Köbenhavn 2014-15 og gerði liðið tvisvar að dönskum meisturum. Aron segir erfitt að fara frá Aalborg en ákvörðunin hafi á endanum ekki verið flókin. „Það hefur gengið vel og við urðum meistarar í fyrra. Það urðu talsverðar breytingar á liðinu fyrir þetta tímabil og okkur var spáð 5. sæti, þar sem við erum í dag. Við komumst líka í undanúrslit í bikarkeppninni og finnst við eiga möguleika á að bæta okkur enn meira fyrir úrslitakeppnina,“ segir Aron. „Þetta er ungur og spennandi hópur að vinna með. Það er erfitt að hætta en þetta var einföld ákvörðun þegar maður þurfti að velja milli þessara tveggja hluta.“Vísir/Getty Hefur þegar fengið nokkur símtöl og skilaboð frá íslenskum liðum Mikið álag hefur verið á liði Aalborg í vetur en auk leikjanna heima fyrir hafa lærisveinar Arons staðið í ströngu í Meistaradeild Evrópu. Aalborg á nú aðeins einn leik eftir í Meistaradeildinni og getur því einbeitt sér að fullu að því að verja danska meistaratitilinn. „Við erum í harðri baráttu við Team Tvis Holstebro um að ná 4. sæti í deildinni, upp á það að taka með okkur stig í úrslitakeppnina. Markmiðið er að komast í undanúrslitin og ná í verðlaun fyrir félagið. Það er uppbyggingarfasi í gangi hjá félaginu sem gæti tekið nokkur ár,“ segir Aron. Hann segist hvergi nærri hættur í þjálfun þótt hann sé á heimleið. En er hann búinn að þreifa fyrir sér á þjálfaramarkaðnum hér heima? „Nei, en ég hef fengið nokkur símtöl og skilaboð í dag. Ég býst fastlega við því að vera áfram tengdur handboltanum.“
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira