Innlent

Tveir innbrotsþjófar handteknir í Garðabæ

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nokkuð hefur borið á innbrotum í Garðabæ undanfarnar vikur.
Nokkuð hefur borið á innbrotum í Garðabæ undanfarnar vikur. Vísir
Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um innbrot í heimahús í Garðabæ á tíunda tímanum í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Sjá einnig: Innbrotahrinan hvergi nærri á undanhaldi þrátt fyrir mikla umfjöllun

Töluvert hefur verið fjallað um innbrotahrinu á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Garðabær, Neyðarlínan og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa til að mynda undirritað samning um uppsetningu á öryggismyndavélum í sveitarfélaginu en um miðjan febrúar höfðu innbrotsþjófar brotist inn á 48 heimili frá 17. desember síðastliðnum.

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi þann 15. febrúar að lögreglan leggi allt kapp á að hafa upp á þjófunum.

„Svona innbrot inn á heimili eru auðvitað hræðileg og við erum að leggja mikla áherslu á þessi mál,“ sagði Skúli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×