VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. febrúar 2018 21:30 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“ Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. „Augljóst má vera að aðrir launahópar hafa fengið launahækkanir sem eru umfram þær hækkanir sem félagar í VR hafa fengið á viðmiðunartímabili gildandi kjarasamninga,“ segir meðal annars í ályktun ráðsins.Komið er að ögurstundu varðandi uppsögn um hundrað þúsund manna á almenna launamarkaðnum en frestur til að segja samningunum upp rennur út klukkan fjögur á morgun. Ef samningum verður ekki sagt upp gilda þeir út þetta ár annars losna þeir strax.Útspil ríkisstjórnarinnar þarft en en ekki nógForsendunefnd ASÍ og Samtaka atvinnulífsins lauk störfum í ágreiningi í dag þar sem ASÍ telur forsendur samninga brostnar að óbreyttu en atvinnurekendur telja svo ekki vera. Ríkisstjórnin kynnti svo í dag aðgerðir til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. Eru stjórnvöld meðal annars reiðubúinn að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytinga. „Þetta er þarft málefni en þetta breytir ekki forsendubrestinum eða því sem við vorum að fá í andlitið á morgun með að 26 lykilstjórnendur fjármálafyrirtækja sem eru að stærstum hluta í eigu ríkisins voru að fá yfir milljarð í greiðslur og bónusa á síðasta ári,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR í samtali við Vísi um útspil ríkisstjórnarinnar og vitnar í frétt Fréttablaðsins frá því í morgun. Í ályktun Stjórnar- og trúnaðarráðs VR er þess einnig krafist að kjarasamningar verði endurskoðaðir en Ragnar Þór segir að slíkt tilboð yrði að koma frá ríkisstjórninni eða Samtökum atvinnulífsins á morgun. Á hann ekki von á að slíkt tilboð berist. Um sextíu formenn verkalýðsfélaga innan ASÍ ákveða framhald samninga á morgun og segir Ragnar Þór að afstaða VR sé orðin ljós. „Það er einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum og ef við vorum einhvern tímann í vafa um það að segja upp kjarasamningum út af forsendubresti þá var sá vafi tekinn af í morgun.“
Kjaramál Tengdar fréttir Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57 Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26 Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Sjá meira
Ríkisstjórnin býður hækkun atvinnuleysisbóta og samráð um breytingar á sköttum og bótum Stjórnvöld eru reiðubúin að hækka atvinnuleysisbætur, launagreiðslur úr Ábyrgðasjóði launa og hefja vinnu með aðilum vinnumarkaðarins um skattkerfisbreytingar til að greiða fyrir að samningum á almennum markaði verði ekki sagt upp á morgun. 27. febrúar 2018 18:57
Útspil ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga kynnt Ríkisstjórnin er reiðubúin til þess að hækka mánaðarlegar greiðslur úr Ábyrgðasjóði launa, hækka atvinnuleysistryggingar og ætlar að hefja endurskoðun á tekjuskattskerfinu með áherslu á lækkun skattbyrði. 27. febrúar 2018 18:26
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00