Adolf Ingi á ferð með hóp túrista í spreng Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 22:26 Adolf Ingi Erlingsson segir klósettleysi á Norðurlandi óásættanlegt. Vísir/Ernir Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag? Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, fyrrverandi íþróttafréttamaður og nú fararstjóri, segir klósettleysi á Norðurlandi með öllu óásættanlegt. Hann lenti í verulegum hremmingum þar sem hann fór um Norðurland með 18 ferðamenn og hraktist milli staða þar sem gera hefði mátt ráð fyrir því að ferðamennirnir gætu létt á sér en alls staðar kom hann að lokuðum dyrum. Adolf Ingi segir af þessum ósköpum öllum af mikilli frásagnargáfu í fjölmennum Facebookhópi sem heitir Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem málefni ferðamennsku á Íslandi eru í brennidepli. Frásögn Adolfs Inga er tragíkómísk, frásagnargáfa Adolfs nýtur sín vel, en hún fer hér á eftir:Frásögn Adolfs Inga (millifyrirsagnir eru Vísis)Smá frásögn af klósettleysi á Norðurlandi. Var með 18 manna hóp í hringferð um landið. Á sunnudag komum við í Mývatnssveit og hópurinn fór í Jarðböðin þar sem við snæddum líka hádegisverð.Lok lok og læs og allt í stáli í Dimmuborgum Eftir það fórum við í Grjótagjá og síðan í Dimmuborgir. Þegar þangað kom sagði ég fólkinu að það gæti farið á klósettið eftir gönguna áður en viið héldum til Akureyrar. Þegar við komum upp að kaffihúsinu eftir gönguna kom hinsvegar í ljós að þar er lokað fram í apríl og þar með líka klósettunum. Mér þótti slæmt að þurfa að fara til baka í Reykjahlíð bara til að hleypa fólki á klósettið og spurði því hvort fólk gæti haldið í sér í rúman hálftíma þar til við kæmum á Goðafoss. Jú, fólk hélt það, þannig að ég brunaði af stað.Getur haldið í sér meðan það horfir á fossinn Þegar ég renndi upp að Fosshóli kom í ljós að þar var aðeins opið frá klukkan tíu til þrjú og því ekki hægt að komast á klósett þar. Ég grínaðist við fólkið mitt að það yrði bara að njóta þess að horfa á foss á meðan það væri í spreng. Á meðan greyin gerðu það sagði leiðsögumaður sem ég tók tali mér að á bakvið lítinn hól rétt hjá bílastæðinu væri allt fullt af klósettpappír og túrtöppum. Um leið og komið var yfir Leirubrúna brunaði ég inn ástæðið við N1 og negldi niður til að hleypa greyjunum mínum á klósettið. Sem betur fer reyndust strákarnir á stöðinni hinir liðlegustu og leyfðu öllum hópnum að létta á sér.Engin aðstaða milli Mývatnssveitar og Akureyrar Held að það sé tími til kominn að fólk átti sig á því að það verður að sinna ferðamönnunum, það þýðir ekki ætlast bara til að þeir komi. Það er lágmarkskrafa að salernisaðstaða sé til staðar. Að mínu mati er algerlega óviðunandi að það skuli engin slík vera alla leið frá Mývatnssveit til Akureyrar. Og hvaða rugl er þetta að loka aðstöðunni við Dimmuborgir í fleiri mánuði? Hvað ætli komi margir þangað á dag?
Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Sjá meira