Gylfi Þór veitti föður sínum ekki umboð til þess að kaupa fiskiskip Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. febrúar 2018 11:15 Gylfi fagnar marki sem hann skoraði gegn Crystal Palace í nóvember. Vísir / Getty Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Hæstiréttur Íslands komst í síðustu viku að þeirri niðurstöðu að framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Blikabergs hefði ekki haft heimild til þess að kaupa fyrir hönd félagsins fiskiskip af útgerðarfélaginu Hafsæli. Ástæðan var sú að sonur framkvæmdastjórans og eini stjórnarmaður Blikabergs, knattspyrnukappinn Gylfi Þór Sigurðsson, hafði ekki veitt föður sínum umboð til kaupanna. Gylfi Þór settist í stjórn félagsins árið 2011 en faðir hans, Sigurður Aðalsteinsson, stýrir daglegum rekstri þess. Útgerðarfélagið hefur aukið nokkuð umsvif sínum á undanförnum árum með kaupum á aflaheimildum og fiskiskipum. Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun árs 2013 að Gylfi Þór hefði – í gegnum félagið – komið með 38 milljónir króna til landsins að tilstuðlan fjárfestingaleiðar Seðlabanka Íslands. Í umræddu máli krafðist félagið Hafsæll þess að Blikabergi yrði gert að greiða Hafsæli kaupverð samkvæmt kaupsamningi frá því í nóvember árið 2015 um fiskiskipið Björgu Hallvarðsdóttur, alls 30,5 milljónir króna, en deilt var um hvort kaupsamningur hefði komist á milli félaganna. Lögmaður Blikabergs hélt því fram fyrir dómi að Sigurður, sem hafði skrifað undir kaupsamninginn fyrir hönd félagsins, hefði ekki haft heimild til þess að skuldbinda félagið. Héraðsdómur féllst ekki á það og dæmdi Blikaberg til þess að greiða kaupverð skipsins. Hæstiréttur komst hins vegar að öndverðri niðurstöðu og sýknaði Blikaberg. Benti rétturinn meðal annars á að engin gögn hefðu verið lögð fram um að Gylfi Þór, sem eini stjórnarmaður Blikabergs, hefði falið Sigurði að annast kaupin eða veitt honum fyrir fram eða eftir á umboð til þess. Þá hefðu kaupin ekki heldur fallið innan prókúruumboðs hans. Sigurður hefði þannig ekki mátt skuldbinda Blikaberg með undirritun kaupsamningsins.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Kristján og Sigurður segja sig úr Lotnu - Fótboltastjarna í stjórn Bæði Kristján Sigurður Kristjánsson og Sigurður Aðalsteinsson hafa sagt sig úr stjórn fyrirtækisins Lotnu ehf., sem gerði samning um kaup á öllum eigum þrotabús Eyrarodda á Flateyri fyrir skömmu. 24. febrúar 2011 20:57