Kjarasamningar halda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 14:15 Frá blaðamannafundi sem hófst að loknum formannafundinum. vísir/heimir már Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Samþykkt var á formannafundi aðildarfélaga ASÍ sem lauk nú rétt í þessu að kjarasamningar halda. 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. Kosningin fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu á fundinum sem fór fram á Hilton Nordica. Að loknum fundi formannanna settist samninganefnd ASÍ á fund en hún fer með formlegt vald til að segja upp kjarasamningum. Nefndin ákvað það hins vegar á fundi sínum í morgun að gera niðurstöðu formannafundarins að sinni og er hún því bindandi. 52.890 félagar ASÍ voru á bak við þá formenn aðildarfélaga sem greiddu atkvæði með því að segja upp kjarasamningum og 26.172 félagar á bak við þá sem sögðu nei. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út. Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg. Tilkynningu ASÍ vegna málsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Formannafundur ASÍ sem haldinn var í dag, 28. febrúar 2018, samþykkti í atkvæðagreiðslu að segja ekki upp kjarasamningum.Alls greiddu 49 atkvæði en þeir voru með 79.062 félagsmenn (heilsársstörf) á bak við sig.Niðurstaða formanna:Já, vil segja upp 21 (42,9%)Nei, vil ekki segja upp 28 (57,1%)Vægiskosning:Já 52.890 (66,9%)Nei 26.172 (33,1%)Í atkvæðagreiðslunni þurfti bæði meirihluta fundarmanna sem fóru með atkvæði á fundinum og meirihluta þess atkvæðavægis sem að baki þeim standa. Þar sem ekki náðist meirihluti fundarmanna var tillaga um uppsögn samninga felld.Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði munu því gilda til ársloka.Þeir sem vildu halda í samninginn töluðu m.a. um að aðeins væru 9 mánuðir eftir af samningnum og hann tryggði 3% almenna launahækkun 1. maí og rúmlega 7% hækkun lágmarkslauna. Nota ætti tímann til hausts til að móta kröfugerð og undirbúa næstu kjaraviðræður.Það var þungt hljóð í þeim sem vildu segja upp og sterk krafa um að verkalýðshreyfingin setti fótinn niður í samfélagi misskiptingar. Stjórnvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir að taka til sín ávinning af starfi verkalýðshreyfingarinnar sem hefur lagt mikla áherslu á hækkun lægstu launa, en stjórnvöld tekið að stórum hluta til baka með skerðingu bóta. Úrskurðir kjararáðs og hækkanir á launum æðstu stjórnenda banka og Landsvirkjunar urðu auk þess mörgum fundarmönnum tilefni til gagnrýni.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30 Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Formannafundur ASÍ hafinn Á fundinum fer fram leynileg rafræn atkvæðagreiðsla um uppsögn kjarasamninga. 28. febrúar 2018 11:30
Forseti ASÍ segir tvísýnt um uppsögn samninga í atkvæðagreiðslu Gylfi Arnbjörnsson segir forsendubrest samninga frá því í janúar í fyrra enn vera fyrir hendi. 28. febrúar 2018 12:05