Komst við í ræðustól vegna vopnaflutninga Air Atlanta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. febrúar 2018 17:05 Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG: vísir/stefán Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér. Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, hélt tilfinningaþrungna ræðu á Alþingi í dag í umræðum um vopnaflutninga íslenska flugfélagsins Air Atlanta sem greint var frá í gær. Þurfti hún að gera hlé á ræðu sinni eftir að hún komst við í miðri ræðu.Í umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að vélar Air Atlanta hafi á undanförnum árum flutt vopn til Sádi-Arabíu sem undirverktaki ríkisflugfélags Sádi-Arabíu. Styrjaldir hafa geisað í nágrenni Sádí-Arabíu undanfarin ár, bæði í Sýrlandi og í Jemen og hafa hundruð þúsunda týnt lífi í átökunum. „Það verður að segjast eins og er að það er með ólíkindum að hafa staðið hér í ræðustól Alþingis í gær og verið að tala um skömm og ábyrgð þeirra ríkja sem bera á stríðsástandinu og hörmungunum í Sýrlandi og Jemen og hvetja okkur þingheim og íslensk stjórnvöld til að tala fyrir friðsamlegum lausnum í hvívetna á alþjóðavettvangi, og ekki bara tala fyrir þeim heldur beita sér fyrir þeim, og horfa svo á þáttinn Kveik á RÚV um kvöldið þar sem fram komu upplýsingar um að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu þaðan sem þau gátu borist til Jemens og Sýrlands,“ sagði Rósa Björk.Air Atlanta er umsvifamikið flugfélag.Stangist á við utanríkisstefnu Íslands Sagði hún málið vera grafalvarlegt en fundað var um málið í utanríkismálanefnd Alþingis í morgun þar meðal annars kom fram að yfirvöld hafi hafið vinnu við að breyta verklagi og reglugerð við veitingu heimildar til vopnaflutninga. Samkvæmt íslenskum lögum þurfa íslensk flugfélög að sækja um heimild til íslenskra yfirvalda til þess að flytja vopn. Samgöngustofa afgreiddi beiðnir Air Atlanta að því er virðist án athugasemda, þangað til í gær er beiðni Air Atlanta um áframhaldandi leyfi til vopnaflutninga var hafnað. „Málið er grafalvarlegt og stangast fyllilega á við þau gildi sem bæði við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum haft í okkar stefnu frá upphafi og stangast líka harkalega á við þá utanríkisstefnu sem Ísland hefur haldið á lofti og á að halda á lofti sem er friðarstefna, virðing fyrir mannréttindum og jöfnuði,“ sagði Rósa Björk. „Nei, í þess stað hefur íslenskt flugfélag flutt vopn til Sádi-Arabíu þaðan sem mjög miklar líkur eru á að þau hafi borist til Jemens og Sýrlands. Jemen og Sýrlandi er lýst sem sláturhúsum heims af fráfarandi mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna“, sagði Rósa Björk með tárin í augunum. Þurfti hún á þessum tímapunkti að gera hlé á ræðu sinni áður en hún hélt áfram.„Það verður að velta við hverjum steini hér, gefa skýr skilaboð um að Ísland leyfi engar undanþágur frá alþjóðlegum samkomulögum sem við höfum undirgengist, engar undanþágur um vopnaflutninga sem bitna á sýrlenskum börnum og konum og í Jemen sem eru helstu fórnarlömb þessara stríðsátaka.“Hlusta má á ræðu Rósu Bjarkar hér.
Alþingi Tengdar fréttir Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24 Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Vopnaflutningar Air Atlanta skýrt brot á alþjóðasáttmálum Vopnaflutningar íslenska flugfélagsins Air Atlanta eru litnir mjög alvarlegum augum að sögn formanns og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis. 28. febrúar 2018 12:24
Air Atlanta fær ekki lengur undanþágu vegna vopnaflutninga til Sádí-Arabíu Flugfélagið hefur á undanförnum árum flutt vopn til Sádí-Arabíu sem undirverktaka ríkisflugfélagsins þar í landi. 27. febrúar 2018 22:28