Forysta ASÍ boðar átök á vinnumarkaði í haust Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2018 18:30 Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Forseti Alþýðusambandsins segir mikla óánægju krauma undir meðal félagsmanna sambandsins og búast megi við hörðum átökum við gerð næstu kjarasamninga undir lok ársins. Þótt tillaga um að segja upp gildandi samningum hafi verið felld í dag ríki samstaða um markmiðin í komandi samningum. Mikil spenna ríkti fyrir fund formanna aðildarfélaga Alþýðusambandsins í dag enda höfðu forystumenn nokkurra fjölmennustu félaganna innan sambandsins boðað að þeir myndu greiða atkvæði með því að samningum við Samtök atvinnulífsins yrði sagt upp. Þessi fundur formanna innan Alþýðusambandsins á Hilton Nordica var á margan hátt sögulegur. Þetta er í fyrsta skipti sem þessari aðferð er beitt til að taka afstöðu til þess hvort segja eigi upp gildandi kjarasamningum. En þótt meirihluti félagsmanna á bak við formenn félaganna hefði viljað það var það niðurstaða meirihluta formanna að segja samningunum ekki upp. En til að segja upp samningunum þurfti bæði meirihluti formanna og meirihluti félagsmanna innan félaga þeirra að samþykkja uppsögn samninga.Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ vildi sjálfur segja samningunum upp en segir ljóst að skiptar skoðanir hafi verið á málinu. Þess vegna hafi hann lagt til að ákvörðun um framhaldið yrði tekin með þeim hætti sem gert var. Niðurstaðan sé að tæplega 60 prósent formanna telji eðlilegt að láta gildandi samning renna út en það breyti því ekki að mikil gremja ríki meðal félagsmanna ASÍ. „Þannig að skilaboðin hérna eru frekar þessi; við ætlum sjálf að velja okkur tímasetninguna. Menn eru mjög ósáttir við atburðarásina. Menn eru ósáttir með hlutskipti okkar félagsmanna,“ segir Gylfi. Hins vegar telji menn eðlilegt að þriggja prósenta launahækkun og hækkun lágmarkslauna í 300 þúsund í maí komi fram.Forseti ASÍ vill ofurskatt á ofurlaunForseti ASÍ segir að undirbúningur hefjist strax að því sækja fram af hörku í haust bæði gagnvart SA og ríkisstjórninni þar sem skerðingar bóta hafa étið upp kjarabætur. Þá þurfi að taka á ofurlaunum bankamanna og annarra, en nýjasta dæmið sýni að Jónas Þór Guðmundsson formaður kjararáðs sitji í stjórn Landsvirkjunar og geri þar tillögur um um mikla hækkun launa æðstu stjórnenda þar.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/Stefán„Við höfum lengi talið að það ætti einfaldlega að setja mjög háan skatt, 60 prósent skatt, á ofurtekjur. Og það eigi að setja í skattalöggjöfina að fyrirtækjum sé ekki heimilt að draga frá skatti í sínu skattauppgjöri launagreiðslur á þessum mælikvarða,“ segir Gylfi. Hann voni að aðildarfélög ASÍ fari sameinuð fram í komandi samningum enda sýni reynslan að samstaðan skili mestum árangri. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, fjölmennasta félagsins innan ASÍ, segir að nú þurfi að móta kröfur og fylgja þeim hart eftir. VR sé tilbúið til samstarfs við öll verkalýðsfélög, bæði á almennum og opinberum markaði, sem tekið geti undir kröfur félagsins. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar í dag sé hins vegar gríðarleg vonbrigði. „Ef við getum ekki staðið í lappirnar og sagt upp samningum þegar forsendur eru brostnar sé ég engan tilgang að vera með þessi forsenduákvæði yfirhöfuð inn í samningum. Vegna þess að þetta er ekkert að bíta,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Kjarasamningar halda 28 formenn felldu tillögu um riftun en 21 var með. 28. febrúar 2018 14:15 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00