Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. febrúar 2018 19:09 Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. Mynd/Alta.is Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“ Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Björgunarsveitir á Suður- og Norðurlandi hafa verið kallaðar út til leitar að manni í Hofsjökli. Samkvæmt heimildum fréttastofu týndist maðurinn í nýfundum íshelli á jöklinum og er þyrla Landhelgisgæslunnar á leið á staðinn. Veðurstofa hefur varað við ferðum í þennan helli. Þyrlan var úti fyrir Vestfjörðum þegar útkallið kom og fer þaðan á vettvang. Hún kom við á Ísafirði og sótti kafara sem fara beint á vettvang og er búist við því að þyrlan lendi um klukkan 19:30. Það er ekki vitað hvort maðurinn hafi fallið í hellinum eða hvort hann hafi lent í brennisteinsvetni og misst meðvitund. Þetta staðfestir Oddur Árnason yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi í samtali við fréttastofu. Veðurstofan varaði fólk fyrr í mánuðinum við að fara inn í þennan nýfundna íshelli í Blágnípujökli, suðvestur úr Hofsjökli, án gasmælitækis. Brennisteinsvetni hafi þar mælst hátt sem geti valdið öndunarerfiðleikum og augnskemmdum. „Auk hættu af eitruðum lofttegundum skal bent á að ísflekar virðast sums staðar hanga lausir í lofti hellisins og getur því verið hættulegt að fara þar um,“ sagði meðal annars í tilkynningu Veðurstofu. Sjá einnig: Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar staðfesti í samtali við Vísi að leitin væri á svæðinu við þennan ákveðna íshelli sem varað var við og að Björgunarsveitir hafi verið beðnar að koma sér á svæðið með miklum hraði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að athuga með að senda aðra þyrlu á vettvang og með henni reykkafara frá Reykjavík. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar. Mjög þungfært er á svæðinu og snjóað hefur inn í hellinn. Maðurinn var í skipulagðri ferð í hellinum þegar hann týndist. Uppfært kl: 19:35 Lögreglan á Suðurlandi var að senda frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna leitarinnar. „Björgunarsveitir af Norður- og Suðurlandi ásamt þyrlu LHG með reykkafara frá Ísafirði eru nú á leið í íshelli í suðvestanverðum Hofsjökli. Þar er nú leitað að einum manni sem mun hafa farið inn í hellinn en ekki skilað sér þaðan aftur. Aðgerðin er umfangsmikil en öll vinna í hellinum mun þurfa að fara fram með aðfluttu lofti til björgunarmanna vegna hárra gilda SO2 Útkallið kom til lögreglunnar á Suðurlandi um kl. 18:00 í dag frá samferðafólki mannsins. Gert er ráð fyrir að fyrstu björgunarmenn verði komnir á staðinn með þyrlunni kl. 19:30 en gripið var til þess ráðs að manna hana með reykköfurum frá Ísafirði vegna þess að hún var stödd þar þegar útkallið kom. Ekki er vitað hvað veldur því að maðurinn skilar sér ekki til baka úr hellinum. Frekari upplýsingar verða settar hér inn eftir því sem mögulegt er.“
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Lögreglumál Björgunarsveitir Tengdar fréttir Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57 Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Segja óráðlegt að fara inn í íshelli í Hofsjökli án gasmælitækis Veðurstofan hefur varað fólk við að fara inn í fara inn í nýfundinn íshelli í Blágnípujökli vegna eitraðra lofttegunda í hellinum. 15. febrúar 2018 12:57