Íslendingur fannst látinn á Hofsjökli Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þórdís Valsdóttir skrifa 1. mars 2018 03:15 Hundruð björgunarsveitamanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshelli í Hofsjökli í kvöld. Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð. Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Maðurinn sem leitað var að í íshelli á Blágnípujökli fannst látinn á tólfta tímanum í gærkvöld. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi var maðurinn íslenskur og á sjötugsaldri. Hann var úrskurðaður látinn á vettvangi. Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins en þau liggja ekki fyrir enn sem komið er. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann íslenskur leiðsögumaður sem var í skipulagðri ferð á Hofsjökli í gær og fór þá ofan í íshellinn. Samferðafólk hans hafði samband við neyðarlínuna þegar maðurinn skilaði sér ekki aftur upp úr hellinum. Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að samferðafólk mannsins hafi verið flutt í skála á Kerlingafjöllum og verði flutt þaðan áfram til byggða. Hundruð björgunarsveitarmanna tóku þátt í björgunaraðgerðum í íshellinum á Hofsjökli í gær og sagði Oddur Árnason yfirlögregluþjónn í samtali við Vísi í gærkvöldi að þetta væri ein stærsta aðgerð sem farið hafi verið í hér á landi síðustu ár. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar og skyggni var slæmt svo þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti að lenda í Kerlingarfjöllum og þaðan voru björgunarsveitarmenn og reykkafarar fluttir á snjósleðum að hellinum. Veður hamlaði flugi frá svæðinu en á þriðja tímanum í nótt gátu flugmenn Landhelgisgæslunnar flogið af vettvangi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að aðrir sem að verkefninu komu séu á leið til byggða, en að sú ferð gæti tekið nokkurn tíma. Áhersla lögð á öryggi björgunarmanna Fyrstu björgunarsveitarmenn voru komnir á vettvang í kringum klukkan níu í gærkvöld en útkallið barst klukkan 18. Á tólfta tímanum voru björgunarsveitarmenn sem voru á leið á staðinn kallaðar til baka. Áður en viðbragðsaðilar fóru á vettvang var vitað að styrkleiki brennisteinsvetnis væri hár í hellinum. Því var lagt mikið upp úr því að björgunaraðgerðir væru hraðar og að öryggi björgunarmanna væri tryggt. Á vettvangi voru menn sem þekkja vel til á þessum slóðum og hafa leiðbeint um aðgerðir. Í tilkynningu sinni þakkar lögreglan öllum björgunaraðilum kærlega fyrir veitta aðstoð.
Banaslys í íshelli á Hofsjökli Björgunarsveitir Lögreglumál Tengdar fréttir Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00 Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Ein stærsta björgunaraðgerð seinni ára hér á landi Hundruð björgunarsveitarmanna taka þátt í leit að manni í íshelli í Hofsjökli. 28. febrúar 2018 21:00
Leita að týndum manni í íshelli í Hofsjökli Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út og er málið í miklum forgangi. 28. febrúar 2018 19:09