Tæplega þriggja milljarða hagnaður af rekstri Heimavalla Birgir Olgeirsson skrifar 12. febrúar 2018 23:11 Guðbrandur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Heimavalla. Vísir/GVA Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Rekstrarhagnaður leigufélagsins Heimavalla á árinu 2017 nam 2,7 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá leigufélaginu sem býður upp á leiguíbúðir fyrir einstaklinga og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Í tilkynningunni segir að leigutekjur félagsins tvöfölduðust frá fyrra ári og námu rétt rúmlega þremur milljörðum króna árið 2017. Þar segir að félagið tók 330 nýjar íbúðir í notkun á árinu 2017 og voru íbúðir þess orðnar um tvö þúsund talsins í árslok. Er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands um mánaðamót mars og apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að félagið verði við skráningu stærsta leigufélag landsins á almennum markaði með leiguíbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Selfossi, í Hveragerði, Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjanesbæ. „Ég er sáttur við rekstrarniðurstöðu félagsins á árinu 2017. Félagið hefur vaxið hratt og tekið yfir stór og krefjandi leigusöfn sem hefur gengið vel að samþætta annarri starfsemi félagsins. Reksturinn styrktist verulega á síðasta ári sem sést best á því að mánaðarleg velta hækkaði úr 230 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2017 í 290 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi ársins. Þessi veltuaukning skilaði sér í bættum rekstri og afkomu. Við teljum okkur í góðri stöðu fyrir fyrirhugaða skráningu félagsins í Kauphöll,“ er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra leigufélagsins, í tilkynningu. Heimavellir munu taka í notkun 340 nýjar íbúðir á þessu og næsta ári en hluti af þeim eru sagður sérhannaður fyrir eldri borgara. Annars vegar er um að ræða 58 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum við Boðaþing í Kópavogi, í nágrenni við þjónustu fyrir eldri borgara á vegum Hrafnistu og Kópavogsbæjar. Hins vegar er um að ræða 18 íbúða fjölbýlishús fyrir eldri borgara við Jaðarleiti, á nýjum byggingarreit sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti. Þá hafa Heimavellir fjárfest í 164 íbúðum í nýju hverfi við Hlíðarenda en gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar á árinu 2019. Einnig eru að koma til afhendingar 47 íbúðir við Einivelli í Hafnarfirði. Framhald verður á verkefni sem hófst í fyrra að breyta setustofum í fasteignum Heimavalla á Ásbrú í stúdíóíbúðir. Í fyrra var 51 íbúð standsett en gert er ráð fyrir að þetta verkefni muni skila félaginu 36 nýjum stúdíóíbúðum til viðbótar næsta sumar.Uppfært: Fyrirsögninni var breytt
Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00 Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00 Mest lesið Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Saga Framúrskarandi fyrirtækja er saga upprisu íslensks atvinnulífs Framúrskarandi fyrirtæki Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Sjá meira
Leigurisarnir tveir eiga íbúðir fyrir 79 milljarða Fasteignir Almenna leigufélagsins, annars stærsta leigufélags landsins, eru nú metnar á um 38 milljarða króna. Heimavellir er stærsta leigufélagið á landinu, en eignasafn félagsins gæti farið upp í 50 milljarða áður en árinu er lokið. 7. júní 2017 05:00
Segir leigufélög þrýsta upp leiguverði Nauðsynlegt er að stærri hluti íslensks leigumarkaðar verði skipaður félögum sem ekki eru hagnaðardrifin. Þetta segir Hólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda á Íslandi, en hann telur að aukin umsvif stóru leigufélaganna þrýsti upp leiguverði. 29. ágúst 2017 20:00