Seinni bylgjan um landsliðið: „Skiptir ekki máli hvort Gummi eða Geir sitji á bekknum, leikmenn þurfa reynslu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 11:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Sjá meira
Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30
Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30