Seinni bylgjan um landsliðið: „Skiptir ekki máli hvort Gummi eða Geir sitji á bekknum, leikmenn þurfa reynslu“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 11:00 Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Það hefur varla farið fram hjá neinum sem á annað borð fylgist með gangi mála í íþróttaheiminum að Guðmundur Guðmundsson er nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Dagur Sigurðsson kom eftirminnilega upp um ráðninguna nokkrum dögum áður en það var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan sem sýndur er á Stöð 2 Sport.Sjá einnig:Seinni bylgjan: Kæmi Degi ekki á óvart ef HSÍ væri búið að ráða GuðmundDagur, sem nú þjálfar japanska landsliðið, var aftur gestur þáttarins í gærkvöldi þar sem Tómas Þór Þórðarson tók smá umræðu um landsliðið með degi og Jóhanni Gunnari Einarssyni. Síðast þegar Guðmundur var við stjórnvöllinn hjá landsliðinu þá náði Ísland sínum besta árangri frá upphafi; silfur á Ólympíuleikunum í Peking og brons á Evrópumótinu í Austurríki. „Eftir að hann hætti með Ísland er hann búinn að vera með geggjuð lið. Nú er hann að fara í Ísland sem er svolítil vinna, miklar kröfur,“ sagði Jóhann Gunnar og velti því fyrir sér hvort Guðmundur hafi það sem þarf í þá uppbyggingarvinnu sem er fram undan hjá íslenska liðinu. „Það eru engir uppbyggingarfasar til. Ég er að segja með Japan að ég þurfi til 2024 til að ná árangri. Við þekkjum alveg Gumma, hann vill vinna. Haldið þið að hann vilji ekki vinna Dani á þessu móti?“ sagði Dagur þá á móti. Hann sagði þó að það skipti máli að vera ekki með menn með 50 landsleiki á bakinu og ungu leikmennirnir þurfi að öðlast meiri reynslu. „Hvort sem að hann sitji á bekknum eða Geir, það breytir ekkert öllu með það, leikmennirnir þurfa þessa leiki.“ „Mér finnst mest spennandi, ætlar hann að hringja í [Alexander] Petersson?“ spurði Dagur. Jóhann var spenntur fyrir því og sagði það nú mjög líklegt á meðan Tómas Þór var ekki alveg á þeim vagninum: „Ætlar hann að drepa hann endanlega?“ Strákarnir vildu nú ekki meina það að landsliðsverkefni gerðu út af við Alexander, sem er orðinn 37 ára, hann væri í þokkalegu formi spilandi með þýska stórliðinu Rhein-Neckar Löwen. Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30 Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00 Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Fleiri fréttir „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Tekur 3-4 ár að komast aftur í fremstu röð Guðmundur Guðmundsson tók í vikunni við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. 10. febrúar 2018 07:30
Tekur við íslenska landsliðinu á tímamótum Guðmundur Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn. Hann átti möguleika á að halda áfram með Barein en valdi íslenska liðið sem hann segir að standi á tímamótum. 7. febrúar 2018 08:00
Guðmundur: Þið þekkið mig | Sjáðu blaðamannafund HSÍ Guðmundur Guðmundsson sló á létta strengi á löngum blaðamannafundi HSÍ í gær. 7. febrúar 2018 09:30
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti