Grafið eftir Bitcoin í íslenskum gagnaverum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. febrúar 2018 21:30 Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann Rafmyntir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira
Erlendir aðilar horfa til íslenskra gagnavera í auknum mæli meðal annars til að grafa eftir Bitcoin rafmyntum. Raforkusala til gagnavera hefur margfaldast á undanförnum árum og orkufyrirtækin finna fyrir aukinni eftirspurn. Gagnaveraiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið nokkuð hratt á undanförnum árum en aðstæður hér á landi þykja henta vel undir slíkan rekstur. Rafmagnverð er lægra en gengur og gerist í útlöndum og kalt veðurfar hjálpar til að kæla öflugar tölvur. Bæði Landsvirkjun og Orka náttúrunnar hafa fundið fyrir auknum áhuga gagnavera á orkukaupum og í síðustu viku gerði Landsvirkjun samning við tæknifyrirtækið Advania Data Centers um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ þar sem unnið er að stækkun versins. Jóhann Þór Jónsson formaður Samtaka gagnavera á Íslandi segir að eftirspurn hafi aukist. „Já við finnum sannarlega fyrir áhuga hjá ýmsum aðilum til að koma til Íslands til að nýta sér þær aðstæður sem eru á Íslandi til að hýsa ofurtölvur,“ segir Jóhann. Erlend fyrirtæki sem sérhæfa sig í ýmis konar rafmyntum, þá sérstaklega Bitcoin, hafa verið að horfa til Íslands en rafmyntir þurfa afar öflugar tölvur. „Bitcoin er hluti af þeirri auknu eftirspurn sem við sjáum en aðrar myntir og önnur ofurtölvuþjónusta hefur líka verið að kalla eftir aukinni orku,“ segir Jóhann. Bitcoin fyrirtækin stunda svokallaða námuvinnslu eða námugröft sem kallar á mikla orku. „Það að láta ofurtölvurnar vinna og reikna flóknar stærfræðiformúlur sem á endanum skapa Bitcoin er þessi svokallaði námugröftur. Þessi námugröftur er rekinn á gríðarlega öflugum tölvum sem leiða af sér mikinn hita og þess vegna er ísland gríðarlega áhugaverður valkostur fyrir þá aðila sem standa í þessari vinnslu,“ segir Jóhann
Rafmyntir Mest lesið Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Sjá meira