Nýtt hótel, veitingastaðir og íbúðir rísa á einu ári við Austurvöll Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2018 19:58 Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Mynd/Lindarvatn ehf. Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum. Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Miklar breytingar verða á ásýnd Austurvallar og Kirkjustrætis á næstu tólf mánuðum þegar nýtt hótel, íbúðir og þjónustustarfsemi ýmiss konar verða risin á Landssímareitnum. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar sættir sig þó ekki við áformin og kærði í dag deiliskipulag borgarinnar á svæðinu. Til hefur staðið í á annan áratug eða meira að breyta þeirri starfsemi sem fram fer í gamla Landsímahúsinu, Sjálfstæðishúsinu eða NASA og öðrum húsum þar í kring. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir fari að hefjast. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar er þó ekki sátt við að byggt verði framan við Landsímahúsið við Kirkjustræti og segir deiliskipulagið ólöglegt þar sem ekki hafi verið leitað álits Dómkirkjunnar, kirkjugarðaráðs og dómsmálaráðherra við gerð þess. Lítil prýði hefur verið af gömlu höfuðstöðvum Landsímans við Austurvöll á undanförnum árum. En nú eru horfur á að framkvæmdir fari að hefjast á reitnum á næstu vikum þrátt fyrir kæru sóknarnefndar Dómkirkjunnar á deiliskipulagi borgarinnar á svæðinu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála. Jóhannes Stefánsson framkvæmdastjóri Lindarvatns sem á eignirnar á Landsímareitnum segir framkvæmdir hefjast inna tíðar. Eftir að þær séu hafnar muni þær taka um átján mánuði og því ljúka fyrir lok árs 2019.Mynd/Lindarvatn ehf„Við byrjum á því að hefja endurbyggingu á gamla NASA salnum. Þar sem var Sjálfstæðissalurinn á sínum tíma og það verður gert í upprunalegri mynd. Síðan mun þetta hafa sinn gang. Við erum auðvitað enn að bíða eftir eftir útgáfu byggingarleyfa en þau koma vonandi á næstu misserum. Þá fara framkvæmdir af stað fyrir alvöru,“ segir Jóhannes.Hótelið verður hluti af Icelandair hótelunumHótelið sem verður í húsunum verður hluti af Icelandair hótelunum undir nýju merki Hilton hótelanna. Og menn ætla sér ekki langan tíma til framkvæmda enda svæðið í hjarta borgarinnar, steinsnar frá Alþingi við Austurvöll og því viðkvæmt fyrir raski um langan tíma. „Þetta er líka flókið því við erum að samþætta eldri byggingar við nýjar. En ef allt gengur að óskum verður það árið 2019. Þá geta menn farið að reima á sig spariskóna og komið á tónleika á NASA aftur,“ segir Jóhannes. Hótelhlutinn með um 160 herbergjum verður í gamla Landsímahúsinu. En bláa viðbyggingin við Kirkjustræti sem var byggð árið 1967 verður rifin og ný bygging rís þar að Kirkjustræti, sem er hlutinn sem Dómkirkjan sættir sig verst við vegna gamla kirkjugarðsins. Almenningsrými, eins og veitingastaðir, verða síðan á jarðhæðum.húsanna. „Síðan verða íbúðir við Ingólfstorg og í NASA verður eins og ég sagði tónleika og samkomusalur. Þannig að þetta verður fjölbreytt starfsemi og mikið líf hér á besta stað í miðbænum,“ segir Jóhannes Stefánsson.Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður sem rekur mál Dómkirkjunnar að hann vonaðist til að úrskurðarnefndin afgreiði kæru sóknarnefndarinnar hratt, en ólíklegt væri að kæran á deiliskipulaginu ein og sér tefði framkvæmdir á reitnum.
Skipulag Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira