Börnum Jónda í Lambey dæmdar skaðabætur vegna höfundaréttarbrots Þórdís Valsdóttir skrifar 13. febrúar 2018 20:11 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vísir/Vilhelm Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi. Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Níu börn Jóns Kristinssonar, listamanns sem víða var þekktur sem Jóndi í Lambey, fengu dæmdar 3,2 milljónir í skaðabætur og 500 þúsund krónur í miskabætur vegna sýningar á auglýsinga Jóns í Gallerí Fold árið 2013. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur var kveðinn upp í dag og voru forsvarsmenn Gallerís foldar einnig dæmdir til að greiða börnum jóns 900 þúsund krónur í skaðabætur. Árið 2013 voru auglýsingar sem birtar höfðu verið í hinni svokölluðu Rafskinnu, rafknúinni bók sem staðsett var við hlið Hressingarskálans í miðbæ Reykjavíkur, sýnd í Gallerí Fold. Jón Kristinsson og Tryggvi Magnússon voru teiknarar auglýsinganna, en Jón tók við starfinu eftir að Tryggvi lést. Jón Kristinsson lést árið 2009 en samkvæmt höfundalögum helst höfundaréttur á verkum í flestum tilvikum í 70 ár frá láti höfundar. Eftirmálar sýningarinnar voru þeir að níu börn auglýsingateiknarans Jóns Kristinssonar, sem teiknað hafði auglýsingarnar sem um ræddi, stefndu Gallerí Fold og afkomendum Gunnars Bachmann, eiganda Rafskinnu. Börn Jóns töldu föður sinn eiga höfundarétt á myndverkunum. Héraðsdómur taldi að með sýningunni hafi verið brotið á höfundarétti Jóns. Dómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að forsvarsmenn Gallerís Foldar hefðu „haft ærið tilefni til frekari athugunar á þessu atriði, enda voru myndir af bæði Jóni Kristinssyni sem og Tryggva Magnússyni, teiknurum Rafskinnu, hengdar upp á sýningunni, auk þess sem nokkrar myndanna voru merktar „Jóndi“ sem óumdeilt er að er höfundarnafn Jóns”.Auglýsingarnar sýndar tvisvar á ári Sýningarnar á myndum í Rafskinnu fóru fram tvisvar ár hvert, um jól og páska, og að jafnaði voru 64 auglýsingar í hverri sýningu. Myndirnar voru sýndar í Rafskinnu í tvær til þrjár vikur í senn. Auglýsingarnar sem um er deilt voru málaðar teikningar á pappír með teiknuðum texta úr letri sem Jón hannaði og voru þær flestar eða allar merktar Rafskinnu og stundum líka með nafni Jóns. Jón teiknaði auglýsingar fyrir Rafskinnu í fjórtán ár, frá 1943 til 1957, þegar Rafskinna var tekin niður í síðasta sinn. Í dómi héraðsdóms kemur fram að hvorki afkomendur Gunnars né Gallerí Fold hafi leitað samþykkis barna Jóns fyrir sýningunni í Gallerí Fold. Börn Jóns leituðu til Myndstefs eftir að þau fréttu af opnun sýningarinnar krafðist Myndstef í kjölfarið skýringa á heimildum til sýningarhaldsins af Gallerí Fold og afkomendum Gunnars. Eftir árangurslausar tilraunir til sátta höfðuðu börn Jóns mál árið 2015. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að með sýningunni hafi verið brotið gegn höfundaréttindum Jóns og að Gallerí Fold hafi ekki á nokkru stigi málsins leitað frekari upplýsinga eða skýringa um hverjir væru handhafar höfundaréttarins að verkunum sem voru til sýnis á sýningunni en að ærið tilefni hafi verið til þess. Héraðsdómur hafnaði þó kröfu barna Jóns um að afkomendum Gunnars Bachmann yrðu gert að afhenda þeim frumgerðir af verkum Jóns af þeim sökum að krafa þeirra hafi ekki verið nægilega skýr.Kröfðust þess að dómurinn yrði birtur í dagblöðum Börn Jóns kröfðust þess einnig að afkomendur Gunnars og móðir þeirra yrðu dæmd til að dómurinn í málinu yrði birtur í heild í prentaðri útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins og að þau skyldu annast birtinguna og bera kostnað af henni. Héraðsdómur taldi þó sanngjarnt að birta eingöngu dómsorð dómsins í blöðunum vegna þess hversu umfangsmikill hann er og birting hans í heild væri verulega íþyngjandi.
Dómsmál Tengdar fréttir Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00 Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Á rennandi blautum ullarsokkunum Sýning á gömlum auglýsingum úr Rafskinnu var opnuð í Galleríi Fold í gær. 2. nóvember 2013 13:00
Teikningar, skissur og skreytingar Sýningin Á pappír verður opnuð í dag í Hönnunarsafni Íslands. Hún gefur áhugaverða mynd af vinnubrögðum sex hönnuða og myndlistarmanna við gerð umbúða, auglýsinga, bókarkápa, húsgagna og skreytinga. 19. nóvember 2016 10:15