Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Gissur Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2018 12:40 Vegagerðin sem og björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47