Föst á brúnni yfir Múlakvísl í sex tíma en neituðu að yfirgefa bílinn Gissur Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2018 12:40 Vegagerðin sem og björgunarsveitir hafa haft í mörg horn að líta í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun. Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Vindhraði mældist upp í 65 metra á sekúndu í aftakaveðri á Suðausturlandi í morgun, plötur fuku af húsum í Vík, rúður brotnuðu í kyrrstæðum bílum og Vegagerðin lokaði mörgum vegum. Þrír slösuðust þegr ekið var á björgunarsveitarbíl við Hellisheiði, sem stóð þar lokunarvaktina og ökumenn lentu víða í vandræðum, þrátt fyrir mjög litla umferð. Vegagerðin lokaði í morgun Hellisheiði, þrengslum, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, þjóðvegi eitt frá Hvolsvelli að Jökulsárlóni, Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Fróðárheiði og Hólasandi og á tólfta tímanum var Mývatns- og Möðrudalsöræfum líka lokað. Vind á að fara að lægja undir Eyjafjöllum og í Öræfum nú í hádeginu og suðvestanlands lægir upp ur hádeginu. Norðanlands verður vindur og skafrenningur í hámarki um miðjan daginn og lægir síðan en vindur gengur ekki niður á Vestfjörðum og við Breiðafjörð fyrr en í kvöld. Hviður mældust allt upp í 65 metra á sekúndu að Steinum undir Eyjafjöllum, sem er nálægt meti í byggð til þessa. Grjótfok braut meðal annars rúður í bílum, sem stóðu fyrir utan gistiheimili í grennd við Steina og mikið havarí varð í Vík í Mýrdal, þar sem Orri Örvarsson veitir björgunarsveitinni formennsku. Það er ekki alveg svona bjart yfir Vík í Mýrdal í dag.Vísir/Vilhelm„Það er búið að vera aftakaveður hérna í morgunsárið. Það hafa verið að fjúka þakplötur og lausamunir inn í þorpi, tuttugu feta gámur sem lagðist á hliðina. Við erum að berjast núna við að ganga frá björgunarsveitahúsinu,“ segir Orri.Var að fjúka af því líka? „Það fuku hérna tvær stórar þakplötur.“Hefur fokið valdið tjóni á húsum og bílum? „Ekki svo við vitum á bílum en eitthvað tjón á húsum.“Heldur fólk sig ekki bara innandyra á meðan þetta gengur yfir? „Jú, það er bara gott að það er ófært í þorpinu þannig að ferðamenn og aðrir komast ekkert um,“ segir Orri. Skammt fyrir austan Vík, eða nánar til tekið á brúnni yfir Múlakvísl, festist bílaleigubíll í skafli og lokaði brúnni. Fimm ungmenni sem voru í honum höfðu samband við Neyðarlínuna um klukkan fjögur í nótt, sem þegar sendi björgunarsveit á vettvang. Þá brá svo við að ungmennin neituðu að yfirgefa bílinn og færa sig yfir í björgunarsveitarbílinn, en til stóð að dráttarbíll kæmi svo bíl þeirar til Víkur. Björgunarmenn fóru því aftur heim og veðrið versnaði enn. En þegar tækifæri gafst var kranabíll sendur á vettvang, sem dró bílinn lausan, með öllum ungmennunum um borð, og fylgdi honum Til Víkur. Þá höfðu ungmennin hafst við í bílnum í sex klukkustundir, en varð ekki meint af. Tveir björgunarsveitarmennnn og ökumaður bíls, sem ók á bíl þeirra við lokunarpóst að Hellisheiði í morgun, meiddust og voru fluttir á slysadeild og ökumenn voru í vandræðum hér og þar um allt Suðurland í morgun.
Veður Tengdar fréttir Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55 Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Lægð dagsins annars eðlis Alls ekkert ferðaveður verður syðst á landinu í dag, frá Hvolsvelli og austur fyrir Öræfi. Á þeim slóðum getur slegið í ofsaveður þegar hæst stendur 14. febrúar 2018 06:55
Ekið á björgunarsveitarbíl sem lokaði Hellisheiði Þrír voru fluttir á sjúkrahús eftir að fólksbíl var ekið á björgunarsveitarbíl sem var lagt var á þjóðveginum til þess að loka fyrir umferð um Hellisheiði 14. febrúar 2018 10:47