Umdeildur umbi segir Gunnar æfa með aumingjum: „UFC vildi ekki fá hann en ég kom honum inn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. febrúar 2018 09:00 Ali Abdel-Aziz lét SBG-menn heyra það. vísir/getty Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Ali Abdel-Aziz er einn allra umdeildasti umboðsmaðurinn í MMA-heiminum í dag en hann sér um hagsmuni stórstjarna á borð við Khabib Nurmagomedov, Frankie Edgar og Fabricio Werdum. Khabib Nurmagomedov mætir Tony Ferguson í bardaga um léttvigtarbelti UFC í apríl og því var hann til viðtals í The MMA Hour, vinsælasta útvarps- og spjallþætti heims þegar kemur að blönduðum bardagalistum. Umsjónarmaður þáttarins er blaðamaðruinn Ariel Helwani, sá vinsælasti og virtasti þegar kemur að MMA. Þar drullaði Abdel-Aziz yfir Conor McGregor sem er handhafi léttvigtarbeltisins en UFC er ekki enn þá búið að svipta honum titlinum. Abdel-Aziz fór ófögrum orðum um Conor og sneri sér svo að þeim sem standa honum næst. Abdel-Aziz tók gott kast á SBG Dublin-liðið sem John Kavanagh, þjálfari Conors og Gunnars Nelson, rekur en umbinn gjörsamlega þolir ekki Kavanagh. Hann fór svo að tala um Gunnar Nelson og hafði þetta að segja um íslenska bardagakappann:„Lof mér að segja þér sögu af Gunnari Nelson. Ég kom honum inn í UFC. Hann er með svart belti frá Renzo Gracie. Ég kom honum í UFC, ekki Audi [Attar, umboðsmaður Gunnars] og ekki pabbi hans. Það var var ég,“ sagði Abdel-Aziz. „Ég gerði það sem greiða fyrir Renzo Gracie því UFC vildi ekki fá hann. Gunnar var að rústa gaurum þegar að hann var að æfa á Írlandi og hjá Renzo Gracie [í New York, innsk. blm.]“ „Gunnar Nelson er einn hættulegasti maðurinn í veltivigtinni en hann er að tapa núna. Viltu vita hvers vegna? Það er vegna þess að hann æfir með aumingjum. Hann er orðinn vanur því að tapa eins og þeir. Þetta er bara staðreynd,“ sagði Ali Abdel-Aziz. Allt viðtalið við egypska vélbyssukjaftinn má sjá hér að ofanen umræðan um Gunnar hefst á 19:52.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira