Skotárásin í Flórída: Aðstoðarþjálfari dó hetjudauða Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2018 18:45 Fótboltalið skólans staðfesti andlát Feis í dag. Fótboltalið MC Douglas-framhaldsskólans Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Aaron Feis, aðstoðarþjálfari fótboltaliðs Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólans í Flórída, lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags eftir mannskæða skotárás við skólann í gær. Feis er sagður hafa dáið hetjudauða er hann kastaði sér í veg fyrir árásarmanninn og kom nemanda í öruggt skjól. Árásarmaðurinn, hinn nítján ára Nikolas Cruz, skaut sautján til bana í árasinni. Cruz, sem er fyrrverandi nemandi við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann, var handsamaður af lögreglu um klukkustund eftir árásina og er sagður svara spurningum lögregluþjóna. Hann hefur verið ákærður fyrir minnst sautján morð.Sjá einnig: Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríðaKastaði sér í veg fyrir árásarmanninn Í frétt breska ríkisútvarpsins er nokkurra fórnarlamba árásarinnar minnst, þar á meðal fyrrnefnds Aarons Feis. Hann starfaði sem aðstoðarþjálfari fótboltaliðs skólans og gegndi einnig stöðu öryggisvarðar. Vitni að árásinni segja Feis hafa bjargað lífi a.m.k. eins nemanda við skólann en látið lífið við hetjudáðina. Stúlka, sem leitaði til aðalþjálfara liðsins í kjölfar árasarinnar, tjáði honum að Feis hefði kastað sér á milli hennar og árásarmannsins. Í leiðinni hafi hann ýtt henni í öruggt skjól inn um dyr á gangi skólans.. Sjálfur varð Feis þá fyrir skotum úr riffli árásarmannsins og lést af sárum sínum aðfararnótt fimmtudags. Nemendur skólans minntust Feis á samfélagsmiðlum í gær og í dag en andlát Feis var staðfest á Twitter-reikningi fótboltaliðs MC Douglas-framhaldsskólans.Can everyone please take a second to pray for my coach today he took serval bullets covering other students at Douglas . pic.twitter.com/8AMG7t6tpH— Charlie Rothkopf (@RothkopfCharlie) February 14, 2018 Þá hafa fleiri nöfn fórnarlambanna sautján verið birt. Jamie Guttenberg, Alyssa Alhadef og Nicholas Dworet létust öll í árásinni. Samkvæmt Facebook-síðum þeirra og yfirlýsingum frá aðstandendum voru þau öll nemendur við skólann þar sem árásin var gerð í gær. This, ladies and gentlemen, if the face of a hero. Coach Aaron Feis was injured protecting a student in the shooting at Marjory Stoneman Douglas High School and, at last report, is in critical condition. He is a friend to all students that know him. He was always so nice to me when I went to school there, and I know he is close with my brother and his friends. Please, take a moment to send healing prayers for him. A post shared by Angelica Losada (@jelly_lo) on Feb 14, 2018 at 2:42pm PST
Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52 Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45 Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Skotárás í skóla í Flórída: Nokkrir látnir en lögreglan er með árásarmann í haldi Fréttamyndir vestanhafs sýna nemendur flýja skólann sem var umkringdur lögreglumönnum. 14. febrúar 2018 20:52
Trump segir útlit fyrir að árásarmaðurinn hafi átt við geðræn vandamál að stríða Auk þess að vera vopnaður riffli var Nikolas Cruz með mikið af skotum, gasgrímu og reyksprengjur sem hann notaði til að skapa glundroða í skólanum sem rúmlega þrjú þúsund nemendur sækja. 15. febrúar 2018 13:45
Óhugnanlegar færslur á samfélagsmiðlum í aðdraganda árásarinnar Maðurinn sem nú er í haldi lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Parkland í Flórída er sagður heita Nikolas Cruz og vera 19 ára gamall. 15. febrúar 2018 06:45