„Iron Man“ vann Ólympíugull fyrir heimamenn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 10:30 Yun Sung-Bin. Vísir/Getty Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Suður-Kóreumenn unnu í nótt sitt annað gull á Ólympíuleikunum í Pyeongchang en það þurfti sannkallaða ofurhetju til að landa því. Magasleðamaðurinn (skeleton) Yun Sung-Bin vann þá glæsilegan sigur en keppendur liggja þarna á maganum með höfuðið á undan og renna sér niður brautina flötum og stuttum sleðum. Yun Sung-Bin var farinn að vekja heimsathygli áður en hann landaði gullinu og ekki síst fyrir hjálminn sinn sem hann lét hanna eins og hjálm ofurhetjunnar Iron Man.Men's #Skeleton Sungbin Yun #KOR#gold Nikita Tregubov #OAR#Silver@domparsons #GBR#Bronze#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/l0IuOdyin7 — Olympics (@Olympics) February 16, 2018 Það er líka ástæða fyrir því að hann notar „Iron Man“ hjálminn. „Hann er uppáhalds karakterinn minn og þess vegna tileinka ég honum hjálminn minn,“ sagði Yun Sung-Bin og bætti við: „Það er líka margt líkt með því hvernig menn renna sér á magasleðanum og hvernig Iron Man flýgur,“ sagði Yun Sung-Bin. Congrats! South Korea's Yun Sung-bin won the Olympic skeleton gold #PyeongChang2018pic.twitter.com/UQAAgQH0ri — Xinhua Sports (@XHSports) February 16, 2018 Yun Sung-Bin kom í mark á samanlögðum tíma upp á þrjár mínútur 20 sekúndur og 55 sekúndubrot eftir ferðirnar fjórar. Hann var 1,63 sekúndum á undan Rússanum Nikita Tregubov. Yun Sung-Bin var hinsvegar greinilega alveg búinn á því eftir keppnina. „Ég vil bara slökkva á símanum og fara heim og sofa,“ sagði Yun Sung-Bin en hvort hann komist upp með það er nú ólíklegt. Yun Sung-Bin er orðin þjóðhetja í Suður-Kóreu og það vilja allir hitta hann og sjá hann á næstu dögum.Meet my new favorite #OLYMPICS athlete, Yun Sung-Bin of South Korea, aka the Skeleton Dude With the @Iron_Man helmet. pic.twitter.com/lcu2RlnnjA — Ryan McGee (@ESPNMcGee) February 15, 2018 Sigur hans var sögulegur fyrir margar sakir. Þetta var fyrsti verðlaunapeningur Suður-Kóreu á Ólympíuleikum á magasleðanum og þetta var líka mesti yfirburðarsigurinn í þessari grein í sögu Ólympíuleikanna. Yun Sung-bin var þarna líka að vinna fyrstu Ólympíuverðlaunin á sleðum af manni sem er ekki frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Það er reyndar ekki enn ljóst hvort Marvel fyrirtækið hafi gefið leyfi fyrir notkun hjálmarins en menn þar á bæ ættu nú ekki að kvarta mikið yfir þessari ókeypis auglýsingu.S. Korea just won #gold in #skeleton which is really cool. But only a fraction as cool as his helmet! #IronMan#SuperHeropic.twitter.com/VkxfA6xKi2 — Mitch Bradley (@4CivicGood) February 16, 2018Speeeeeeed #Skeleton#Gold#YunSungBin#PyeongChang2018#Olympicspic.twitter.com/r706I9pIMa — Olympics (@Olympics) February 16, 2018
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira