Betra hundalíf Jónasar eftir vítaverða meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. febrúar 2018 07:15 Jónsi á vappinu í Vesturbænum, öllu léttari en fyrir rúmu hálfu ári síðan. Fréttablaðið/Eyþór. Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Hundurinn Jónas var í fyrrahaust tekinn af eiganda sínum á höfuðborgarsvæðinu og komið í fóstur hjá Dýrahjálp Íslands. Í tilkynningu frá Matvælastofnun var greint frá ástæðum þessa. Jónas var tjóðraður langtímum saman við staur og fékk ekki þá útivist og hreyfingu sem hann þurfti. Jónas var í mikilli yfirþyngd og stofnunin mat það svo að honum væri mikil hætta búin. Jónas hefur öðlast nýtt líf eftir að hann komst í umsjá Dýrahjálpar. Hrafnhildur Vala Aðalbjörnsdóttir, umsjónarkona hans, segir frá ástandi hans í byrjun. „Þegar Jónsi kom til okkar í Dýrahjálp var hann 62 kíló, hann var eins og lítill skógarbjörn. Matvælastofnun hafði samband við okkur og við tókum hann að okkur. Hann fékk svo yndislegt fósturheimili og fósturpabba í Vesturbænum. Þar nýtur hann góðs atlætis,“ segir Hrafnhildur.Jónsi er kátur hundur og nýtur sín vel með nýjum fósturpabba sem er duglegur að fara með hann út að ganga. Fréttablaðið/Eyþór„Fósturpabbi hans fer með hann oft út að ganga, þrisvar á dag. Stundum í fjallgöngur. „Hann fer svo á Dýraspítalann í Garðabæ á hlaupabretti. Hlaupabrettið er í lítilli laug, honum finnst æðislegt að fara í vatnsleikfimina og lætur vel í sér heyra í bílnum á leiðinni. Syngur hreinlega af gleði,“ segir Hrafnhildur. Jónas er nú orðinn 38 kíló og nálgast kjörþyngd sem er um þrjátíu kíló. „Það er gaman þegar það gengur svona vel. Jónas er kátur og ljúfur. Meira að segja þegar hann var í ofþyngd og átti erfitt með að hreyfa sig þá reyndi hann að stökkva upp á mann og heilsa manni, en auðvitað með miklum erfiðleikum. Nú er lífið léttara,“ segir Hrafnhildur sem kveður marga hafa liðsinnt Jónasi til betri heilsu. Hann hafi meðal annars fengið gefins heilnæmt fóður frá Royal Canin til uppbyggingar. Jónas sýnir fimi sína í dag í vatnsleikfimi á tíu ára afmælishátíð Dýrahjálpar Íslands sem haldin verður með kynningar- og fjáröflunarviðburði í Kirkjulundi 17 á milli 12.00 og 16.00. Þar geta gestir og gangandi styrkt starf samtakanna, tekið þátt í happdrætti, kökubasar og mætt með hunda sína í klóaklippingu svo fátt eitt sé nefnt.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira