Biskup um umskurðarfrumvarp: Hætt við að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 09:38 Biskup hefur skilað umsögn um umdeilt frumvarp um bann við umskurði. Vísir/Vilhelm Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að með frumvarpi sem banni umskurð drengja sé hætta á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.Þetta kemur fram í umsögn biskups við frumvarpinu sem hún skilaði inn í gær. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ segir biskup. Agnes segist þó taka undir það markmið frumvarpsins að stuðla að vernd gegn líkamsárás sem veldur tjóni á líkama eða heilsu barna. „Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er vísað til þess að Ísland hafi verið ein þeirra þjóða sem lögðu til ályktun um bann við limlestingum á kynfærum kvenna sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2012. Biskup Íslands er stolt af þátttöku Íslands í þeirri baráttu og fagnar þeim árangri sem þar hefur náðst.“Umskurður ekki sérstaklega ræddur innan þjóðkirkjunnar Þá bendir biskup á að umskurður drengja sé víða um heim algeng aðgerð en að ekki hafi sérstaklega verið rætt um hana innan þjóðkirkjunnar, enda ekki kristinn siður. „Biskup og þjóðkirkjan bera almennt virðingu fyrir siðum og venjum annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hins vegar er það skoðun biskups Íslands að sjálfsagt sé að hlusta á bæði rök og reynslu þeirra sem þekkja til og fá fram umræðu um málið,” segir í umsögninni. „Biskup telur þó varasamt að frumkvæði að þeirri umræðu sé í formi frumvarps til breytinga á hegningarlögum þar sem lagt er til að viðurlög við umskurði drengja verði allt að sex ára fangelsi.“ Þá er bent á að bann við umskurn án öruggra aðstæðna mætti líka ræða og hvort hægt væri að tryggja þá heilbrigðisþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum hinna ólíku trúar- og menningarheima. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem hefur sætt harðri gagnrýni. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna og er hliðstætt frumvarp til skoðunar í Danmörku. Það eru ekki einungis innlendir trúarleiðtogar sem gagnrýnt hafa frumvarpið en þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt það árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þeir benda á að tiltölulega fáir gyðingar séu á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi. Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, telur að með frumvarpi sem banni umskurð drengja sé hætta á að Gyðingdómur og Islam verði gerð að glæpsamlegum trúarbrögðum og að einstaklingar sem aðhyllast þau verði bannaðir hér á landi eða óvelkomnir.Þetta kemur fram í umsögn biskups við frumvarpinu sem hún skilaði inn í gær. „Allar slíkar öfgar skulum við forðast,“ segir biskup. Agnes segist þó taka undir það markmið frumvarpsins að stuðla að vernd gegn líkamsárás sem veldur tjóni á líkama eða heilsu barna. „Í greinargerðinni sem fylgir frumvarpinu er vísað til þess að Ísland hafi verið ein þeirra þjóða sem lögðu til ályktun um bann við limlestingum á kynfærum kvenna sem samþykkt var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 2012. Biskup Íslands er stolt af þátttöku Íslands í þeirri baráttu og fagnar þeim árangri sem þar hefur náðst.“Umskurður ekki sérstaklega ræddur innan þjóðkirkjunnar Þá bendir biskup á að umskurður drengja sé víða um heim algeng aðgerð en að ekki hafi sérstaklega verið rætt um hana innan þjóðkirkjunnar, enda ekki kristinn siður. „Biskup og þjóðkirkjan bera almennt virðingu fyrir siðum og venjum annarra trú- og lífsskoðunarfélaga. Hins vegar er það skoðun biskups Íslands að sjálfsagt sé að hlusta á bæði rök og reynslu þeirra sem þekkja til og fá fram umræðu um málið,” segir í umsögninni. „Biskup telur þó varasamt að frumkvæði að þeirri umræðu sé í formi frumvarps til breytinga á hegningarlögum þar sem lagt er til að viðurlög við umskurði drengja verði allt að sex ára fangelsi.“ Þá er bent á að bann við umskurn án öruggra aðstæðna mætti líka ræða og hvort hægt væri að tryggja þá heilbrigðisþjónustu í íslensku heilbrigðiskerfi sem mætir þörfum hinna ólíku trúar- og menningarheima. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem hefur sætt harðri gagnrýni. Umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna ætti umskurð barna og er hliðstætt frumvarp til skoðunar í Danmörku. Það eru ekki einungis innlendir trúarleiðtogar sem gagnrýnt hafa frumvarpið en þýski kardinálinn Richard Marx hefur sagt það árás á trúfrelsið og þá hafa trúarleiðtogar gyðinga í Noregi og Danmörku einnig gagnrýnt það. Þeir benda á að tiltölulega fáir gyðingar séu á Íslandi og fyrir vikið sé eina leiðin að beita alþjóðlegum þrýstingi.
Heilbrigðismál Trúmál Umskurðsfrumvarp Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02 Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15 Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Sjá meira
Umskurður drengja: Algjörlega óumdeilt að um sársaukafulla aðgerð er að ræða segir barnaskurðlæknir "Allir sem á annað borð eru svona af guði gerðir geta sennilega rétt ímyndað sér hvernig er að láta klippa þetta af ódeyft.“ 14. febrúar 2018 22:02
Frumvarp um bann við umskurði drengja vekur athygli: „Þetta er ónauðsynleg aðgerð og inngrip, sem veldur sársauka og er gerð án þeirra samþykkis“ Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Hún ræddi þar frumvarp sem hún og átta aðrir þingmenn lögðu fram sem mælir fyrir um bann við umskurði drengja. 3. febrúar 2018 15:15
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Fríkirkjuprestur um umskurðarfrumvarpið: „Verulega vanhugsað og skaðlegt“ Harðorður í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. 14. febrúar 2018 11:15