Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 22:15 Jón Benediktsson, bóndi á Auðnum í Laxárdal. Fyrir aftan má sjá dalinn sem átti að sökkva. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld: Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Stíflan fræga sem sprengd var í Mývatnssveit fyrir nærri hálfri öld var valin vegna þess að hún lá vel við höggi. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þar rifjuðu bændur úr Laxárdal upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. Þetta var aðalfrétt dagblaðanna í lok ágústmánaðar 1970. Þetta var ein stærsta frétt ársins 1970 þegar þingeyskir bændur komu saman og sprengdu stíflu í Miðkvísl Laxár þar sem hún rennur úr Mývatni. Stóru átökin snerust þó ekki um þessa litlu stíflu heldur um miklu stærri áform, nærri sextíu metra háa stíflu sem reisa átti efst í gljúfrunum ofan Laxárvirkjunar, ásamt miklum vatnaflutningum af vatnasviði Skjálfandafljóts. Við rifjuðum upp þessa atburði með Laxdælingum en bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir, segja að stíflan hefði fært allt undirlendi Laxárdals á kaf. „Það hreyfði hér verulega við fólki. Og við höldum að nánast allir Laxdælingar hafi verið andsnúnir þessu,” sagði Halldór. Bræðurnir frá Halldórsstöðum, þeir Hallgrímur og Halldór Valdimarssynir.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þegar fjölmennur mótmælaakstur Þingeyinga til Akureyrar dugði ekki á ráðamenn voru send sterkari skilaboð; með dínamiti. Jón Benediktsson á Auðnum segir að stíflan í Miðkvísl hafi verið valin vegna þess að hún var reist án tilskilinna stjórnvaldsleyfa. „Og gegn hörðum andmælum landeigenda, sem sáu sér ekki fært að koma við lögbanni. Þannig að þetta mannvirki átti eiginlega engan rétt á sér og lá þessvegna vel við höggi,” sagði Jón. Áskell Jónasson á Þverá tók einnig þátt í að sprengja stífluna. En er orðið ljóst að bændurnir höfðu sigur? „Já, ég held að það megi segja það. Maður er að vona að það sé orðinn endanlegur sigur,” sagði Áskell. Áskell Jónasson, bóndi á Þverá í Laxárdal.Stöð 2/Arnar Halldórsson. En er Laxárdeilunni í raun lokið? Þeirri spurningu var varpað fram í þættinum í kvöld. Þátturinn verður endursýndur næstkomandi sunnudagskvöld klukkan 17.30. Áfram verður svo fjallað um mannlíf í Laxárdal í næsta þætti „Um land allt" mánudagskvöldið 26. febrúar en þá kynnumst við sögufrægum húsaminjum og heyrum af litríkum Laxdælingum fyrri tíma. Brot úr þættinum mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Segir Laxárdeilu vonandi lokið með bættri virkjun Áratuga rekstrarvandræði Laxárvirkjunar í Þingeyjarsýslum virðast fyrir bí eftir viðamiklar endurbætur á virkjuninni. Vonast er til að jafnframt sé lokið deilunni sem markaði upphaf náttúruverndar á Íslandi. 11. október 2017 21:28