Körfubolti

LeBron orðaður við Golden State

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Verða LeBron og Durant liðsfélagar næsta vetur? Það væri eitthvað.
Verða LeBron og Durant liðsfélagar næsta vetur? Það væri eitthvað. vísir/getty
ESPN greinir frá því í dag að ekki sé útilokað að LeBron James fari í viðræður við meistara Golden State Warriors næsta sumar.

Það veltur þó á því að Warriors geti búið til þær aðstæður undir sínu launaþaki að það geti samið við mann eins og LeBron. Samkvæmt ESPN er Golden State að skoða að gera það.

Næsta sumar er fastlega búist við því að James afþakki 35,6 milljón dollara ár sem sé fram undan hjá honum og verði þess í stað á leikmannamarkaðnum í þriðja sinn á ferlinum. Það þýðir þó ekki endilega að hann fari frá Cleveland.

Warriors hefur nánast verið óstöðvandi síðustu ár. Eina sem staðið hefur í vegi fyrir þeim er LeBron James og með hann í sínu liði ætti leiðin að titlinum að vera afar greið. Það mætti eiginlega bara afhenda þeim hringana fyrir jól.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×