Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2024 22:30 Pétur Ingvarsson er ekki að leita að sömu týpu af leikmanni og Remy Martin og Wendell Green eru. vísir Keflavík spilaði eingöngu á Schengen-samþykktum leikmönnum í sigri sínum gegn ÍR. 79-91 varð niðurstaðan í Skógarselinu. Þjálfarinn Pétur Ingvarsson var nokkuð sáttur eftir leik þrátt fyrir að hafa orðið aðeins hræddur undir lokin. Hann leitur nú að nýjum bandarískum leikmanni og vill finna einhvern fjölhæfari en Remy Martin og Wendell Green. „Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Þeir ná náttúrulega 18-0 kafla í lok þriðja og byrjun fjórða, þannig að maður var pínu hræddur en við náðum að klára þetta,“ sagði Pétur um leikinn og útskýrði svo betur hvað hefði skapað sigurinn. „Við hittum ansi vel í fyrstu þremur leikhlutunum og svo spiluðum við ágætis vörn í fjörutíu mínútur. Við vorum búnir að skora 80 eftir þriðja leikhluta, þeir skora 79 í heildina. Við gerðum heiðarlega tilraun til að hætta að spila í fjórða leikhluta því við héldum að það væri alveg nóg en það var meira eftir.“ Kanalaust Keflavíkurlið Hvers vegna var Wendell Green látinn fara? „Í fyrsta lagi þá er náttúrulega metnaðurinn í Keflavík, að gera vel og vinna titla. Við töldum hann kannski ekki passa inn í hópinn og það sem við erum að reyna að gera. Í öðru þá lenti hann í smá utan vallar vandræðum, þannig að við ákváðum bara að láta hann fara,“ sagði Pétur um brotthvarf hans. Keflavík er því að leita að nýjum Kana og gert er ráð fyrir því að hann verði fundinn á næstu dögum en Pétri þykir „mjög hæpið“ að nýr leikmaður verði á skýrslu í næsta leik gegn Haukum á fimmtudaginn. Eftir þann leik tekur við tæplega tveggja vikna landsleikjahlé, Keflavík tekur svo á móti Grindavík 29. nóvember. „Við erum að vona að hann verði tilbúinn í það. Ef, það er að segja, ef við finnum hann núna á næstu dögum.“ Hvernig leikmanni ertu að leita að í staðinn? „Ég er aðallega að leita að góðum körfuboltamanni. Við vorum kannski að leita að Remy Martin með þessu, en ég hugsa að við förum meira í fjölhæfari leikmann. Einhvern sem getur leyst margar stöður fyrir okkur bæði sóknarlega og varnarlega, ekki veitir af. Það er planið,“ sagði Pétur að lokum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira