Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 11:57 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson. Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson.
Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent