Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 11:57 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson. Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson.
Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Sjá meira
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28