Segist ekki hafa notið ritstjórnarlegs sjálfstæðis og fögur fyrirheit á sandi reist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2018 11:57 Helga Arnardóttir, frétta- og dagskrárgerðarmaður, segir áform stjórnenda hafa verið reist á sandi. Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson. Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Fjölmiðlakonan Helga Arnardóttir segir að eftir aðeins átján daga í starfi yfirritstjóra Birtíngs hafi verið ljóst að forsendurbrestur væri orðinn varðandi ráðningu hennar. Öll áform og fyrirheit stjórnenda Birtíngs hafi verið á sandi reist. Fram kom á vef Mannlífs í gær að Birtíngur og Helga hafi komist að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að Helga lyki störfum.Helga sagði upp störfum í Kastljósi í desember og tilkynnt var að hún tæki við sem yfirristjóri Birtíngs. Birtingur gefur út Hús og Hýbíli, Gestgjafann og Vikuna auk Mannlífs sem kom einu sinni út, í samstarfi við Kjarnann, á meðan Helgu naut við hjá útgáfufélaginu. „Fyrir áramót sagði ég upp föstu starfi mínu hjá Ríkisútvarpinu og var ráðin sem yfirritstjóri Birtings. Uppi voru fögur fyrirheit og stór áform um að ráðast í töluverðar breytingar á Birtingi með tilkomu nýrra eigenda meðal annars í stafrænni uppbyggingu,“ segir Helga á Facebook.„Þegar til kastanna kom voru öll slík áform á sandi reist. Nokkrum dögum eftir að ég tók til starfa var útlit fyrir að um mjög alvarlegan forsendubrest yrði að ræða á minni ráðningu. Stjórnendur tilkynntu mér þá einhliða ákvörðun þeirra um að verkefnum mínum og hlutverki yrði gjörbreytt og ég mótmælti þeim áformum.“Helga segir að eftir þann tíma hafi henni orðið ljóst að hún nyti ekki stuðnings stjórnenda Birtíngs í þeim breytingum sem hún hafi verið ráðin til að leiða.„Þá naut ég ekki heldur þess ritstjórnarlega sjálfstæðis við útgáfu Mannlífs sem ég tel nauðsynlegt grundvallaratriði til að starfa við í frjálsri og óháðri fjölmiðlun.“Helga var fréttakona á Stöð 2 áður en hún söðlaði um og réð sig til RÚV.„Ég hef einungis starfað á tveimur fjölmiðlum á mínum 15 ára ferli og átt gott og heilbrigt samstarf við atvinnurekendur mína og samstarfsmenn á þeim tíma. Framkoma vinnuveitenda á þessum skamma tíma hjá Birtingi olli mér miklum vonbrigðum og eftir átján daga í starfi var alveg ljóst að forsendubrestur væri kominn í þetta samstarf og því yrði ekki haldið áfram.“ Fjárfestingarfélagið Dalurinn á útgáfufélagið Birtíng. Eigendur þess félags eru Árni Harðarson, Róbert Wessman, Jóhann G. Jóhannsson og Halldór Kristmannson.
Fjölmiðlalög Tengdar fréttir Helga hættir í Kastljósi Tekur við starfi sem yfirritstjóri hjá Birtíngi. 11. desember 2017 13:11 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Einar og Lára taka við Kastljósinu Breytingar við Efstaleitið. 2. janúar 2018 13:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28