Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2018 19:30 Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Hér eftir þyrfti að horfa til allra verka ráðherrans með smásjá. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins segja gagnrýnina tilhæfulausa.Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar.Fjöldi þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna tók til máls undir liðnum fundarstjórn forseta í upphafi þingfundar í dag. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar gagnrýndi vinnubrögð Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra og viðbrögð hennar við dómi Hæstaréttar í dómaramálinu harðlega.„Hæstvirtur ráðherra hefur kosið í málsvörn sinni að varpa allri ábyrgð á herðar þingsins. Í stað þess að axla þá ábyrgð sjálf eins og henni ber,“ sagði Jón Steindór meðal annars. Oddný G. Harðardóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.vísir/Anton Þingmenn hlaupa í skarðið Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður sagði að ráðherranum hafði verið ráðlagt að gera hlutina með öðrum hætti en hún gerði. „En lét þingmennina sem hún hafði beðið um styðja sig, ekki vita um það. Þeir þingmenn eru óánægðir og telja ráðherrann hafa brugðist trausti sínu. En þá hafa aðrir háttvirtir þingmenn hlaupið í skarðið,“ sagði Oddný og sendi þingmönnum Vinstri grænna og Framsóknarflokks þar með pillu. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði miður að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra væri því miður ekki viðstödd umræðurnar. „Hún hefur tjáð sig um þetta mál og ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum með það. Ég trúi því ekki að hæstvirtur forsætisráðherra leggi blessun sína yfir þessar embættisfærslur, sagði Birgir. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður Pírata sagði afleiðingar lögbrots dómsmálaráðherra vera aðalatriði málsins. „Fyrirsjáanlegu afleiðingarnar, skýringarnar við því og viðbrögðin við því. Ekkert af þessu var viðunandi á neinn hátt. Ráðherrann sýnir enga iðrun, enga, ekki neina viðleitni til að breyta einhvern veginn öðruvísi í framtíðinni. Þá getum við ekki treyst þessum ráðherra. Hún á að sýna sinn lágmarks sóma með því að segja af sér. Að sjálfsögðu,“ sagði Helgi Hrafn.„Málið snýst um traust“Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði eins og margir aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar að mál dómsmálaráðherra snerist um traust. „Þingið getur ekki treyst því að ekki sé um geðþóttaákvarðanir hennar að ræða eftirleiðis. Þingið þarf þess vegna ævinlega að skoða allan hennar málatilbúnað og allar hennar tillögur með smásjá,“ sagði Guðmundur Andri. Óli Björn Kárason kom dómsmálaráðherra til varnar.vísir/Ernir Óli Björn Kárason fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og Birgir Ármannsson þingflokksformaður flokksins tóku til varna fyrir dómsmálaráðherra í umræðunni. „Í þessu tilviki var hafnað ógildingarkröfu, það var hafnað skaðabótakröfu en það var dæmd miskabótakrafa sem verður auðvitað greidd. Sjö hundruð þúsund til hvors sem stefndi í þessum tveimur málum. En ásakanir á hendur hæstvirts dómsmálaráðherra eru að mínu mati fullkomlega tilhæfulausar. Hafi menn fylgst með og hlustað á þá umræðu sem átti sér stað í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær og skýringar ráðherra, þá ættu menn að gæta orða sinna í þessari umræðu hér,“ sagði Birgir Ármannsson.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira